Afmæliskaka Naglans

Þegar gúmmulaði og gleði í hollustukökum er troðið í smettið á hverjum degi þarf enginn að líða skort og slátra sykruðum kaloríuríkum hnallþórum sem skila engri næringu, bara sykursvita og samviskubiti.

Naglinn á stórafmæli bráðlega og þessi kaka verður gúlluð enda vekur hún gleði og hamingju í munnholi og maga,

Þegar við erum hamingjusöm í sálinni eru minni líkur á að við verðum fórnarlömb sykurpúkans.

 

Afmælissúkkulaðikaka Naglans (lowcarb/ketó)

100g NOW kókoshnetuhveiti
msk hreint skyr eða grísk jógúrt eða kókosjógúrt (1%)
1 tsk lyftiduft
3 msk ósætað kakó (Himnesk hollusta eða NOW)
50 g NOW möndlumjöl
3 eggjahvítur
2 msk NOW súkkulaði prótínduft (má sleppa og nota 2 msk kókoshveiti í staðinn)
200g NOW erythritol eða Good Good Sweet like sugar
250 ml Minor Figures haframjólk

  1. Blanda öllum innhaldsefnum saman með töfrasprota eða í hrærivél þar til það verður að þykku deigi. Hella deiginu í smurða ofnskúffu og láta Örvar (örbylgjuofn) vinna fyrir kaupinu sínu í c.a 2-3 mínútur (fer eftir hversu öflugur þinn Örri er), þar til hníf sem er stungið í miðjuna kemur tandurhreinn upp.

Kaka sem ekki er íklædd kápu úr þeyttum rjóma er sóun á áti.

Toppa með horuðu súkkulaðikremi og kókosrjóma (sprauturjóma).

Möndlumjöl og kókoshnetuhveiti frá NOW eru frábærir kostir í lágkolvetna bakstur.

 

 

 

Horað súkkulaðikrem

Innihald

 2 msk ósætað kakó (NOW eða Himnesk Hollusta)

100g Good Good Sweet like sugar

1 dl ISOLA ósætuð möndlumjólk

10 dropar Good Good kókoshnetudropar

Blanda öllu saman í skál og hræra, hræra, hræra eins og ljónið með skeið. Sýndu þolinmæði því það lítur út fyrir að ekkert sé að gerast en að lokum gefst kakóið upp og blandast við mjólkina, svo úr verður flauelsmjúkt súkkulaðikrem.

 

Þessi unaður er ekki bara góður ofan á köku, heldur líka beint af kúnni til að friðþægja sykurpúkann

 

Maður spyr sig… hver þarf að finna til vanþurftar þegar svona dýrðir eru á boðstólum daglega?
Það gerist bara hjá þeim sem eru fangar eigin ímyndunarafls í þurrum og einhæfum snæðingum.

____________________________________

NOW vörurnar fást á http://www.hverslun.is

Afsláttarkóði ragganagli20

Styrkt færsla í samstarfi við Icepharma