Þessi morgunmatur mun breyta lífi þínu. Hann stendur með þér langt fram að hádegi og títrar inn næringu meðan þú þrælar yfir tölvunni þar til bjallan hringir í löns og allir hermaurarnir flykkjast í mötuneytið.
Súkkulaðimokkabomba
Innihald
50g haframjöl (ég nota Rude Health spíraða hafra)
1 msk Psyllium Husk trefjar
klípa salt
1 msk ósætað kakó (t.d Hersheys)
1 msk erythritol (t.d Good Good Sweet like Stevia sem er blanda af erythritol og stevia)
200 ml ósætuð Isola möndlumjólk
100 ml vatn
smátt skorinn 1/2 banani
5-10 dropar NOW English toffee Better than Stevia
1 scoop NOW súkkulaði mokka Plant protein complex
Aðferð:
Setja haframjöl, Husk, kakó, salt, vatn, möndlumjólk og banana í pott
Kokka þar til fer að bubbla, lækka þá hitann
Hræra vel til að losa sætuna úr bananum.
Bæta prótíndufti og karamelludropum og erythritol út í grautinn og hræra vel.
Bæta við meira vatni ef hræran verður of þykk fyrir þinn smekk.
Hella öllu gumsinu í fallega kókosskál (ég nota skálar úr Veganbúðinni)
Toppa gleðina með:
1/2 sneiddum banana
handfylli af Made Good granólakúlum (Veganbúðin)
1 msk Mindful bites Kasjúsmjöri
Gordjöss kókosskálar frá Veganbúðinni. Gerir grautarmómentið að enn meiri gæðastund. ______________________________
Styrkt færsla.
NOW vörurnar fást í Hverslun.is
Afsláttarkóði ragganagli20 = 20% afsláttur
Veganbúðin: Afsláttarkóði: ragganagli = 15% afsláttur