Þú kemur heim úr vinnunni urlandi hungraður og nennan er í núlli til að búa til mat frá grunni.
Þá geta Stabburet niðursuðudósir eins og makríll, túnfiskur eða lax verið þinn haukur í horni til að útbúa ljúffenga máltíð á núlleinni.
Ef þú átt soðin grjón eða kínóa eða bygg í ísskápnum þá tekur þessi máltíð innan við fimm mínútur frá því að vera hugsun og þar til hún er komin á diskinn fyrir framan þig.
Innihald:
1 gulrótatortilla eða heilhveiti tortilla
1 dós Stabburet á Íslandi heitreyktur lax eða makríll
1 msk lighter than light mæjó
Handfylli smátt skorið kál
Skorið grænmeti t.d gúrka, tómatar, paprika
2 msk gular baunir.
Aðferð:
Löðra horuðu mæjó á botninn á tortillunni (Lighter than light fæst í Nettó)
Henda smátt skornu káli yfir
Slumma af grjónum eða kínóa
Opna laxadollu og þrykkja innvolsinu yfir grjónin
Skella skornu grænmeti á toppinn
Toppa með gulum baunum
Rúlla saman.
Bíta.
Njóta.
Yfir og út.
_______________________________________________________
Færslan er unnin í samstarfi við Lindsay á Íslandi sem flytur inn Stabburet makríl og lax.
Uppskriftaheftið Undirbúningur er árangur inniheldur mörg tips og trix til að elda í bunkum og búa til fljótlegar hollar máltíðir.
Fáanlegt á www.29linur.com