Námskeið

 Frá morgni til kvölds. Uppskriftir að heilum degi í hollustu

Klórarðu þér stundum í skallanum yfir hollu mataræði. Ertu fastur í einhæfni og þurrelsi?

Ertu týndur í skilaboðum samfélagsmiðla um mataræði.

Hvernig sé gott að borða
Hvað? Hversu mikið? Hvenær?

Hvað er hollt? Hvað er ekki hollt?
Í morgunmat. Í hádegismat. Kvöldmat. Kvöldsnæðing.

Hvað þú getir fengið þér gómsætt og girnilegt en jafnframt hollt og næringarríkt að borða? Eitthvað sem er ekki skraufaþurr kjúklingur og einmana kálblað á diski.
Hvernig getur þú gert hollt og næringarríkt mataræði spennandi og girnilegt svo það verði varanlegt og ánægjulegt.

 

Tíramísú-grautur

Tíramísú grautartriffli

 

Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig.

Nýtt og öðruvísi námskeið með hollar og næringarríkar uppskriftir fyrir allar máltíðir dagsins.

Allar einfaldar, fljótlegar og gómsætar.

Morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur, millimáltíðir. Og auðvitað sykurlaust sælgæti.

 

4-Ingredient-Peanut-Butter-Cheesecake-Balls-6

Eins færðu þekkingu og fræðslu um skammtastærðir, innihald, tímasetningar og fleira sem viðkemur heilbrigðu mataræði. Allir fá að spreyta sig á 3-5 uppskriftum til að safna nógu miklum upplýsingum í gagnabankann.

Þátttakendur fá síðan uppskriftahefti til að spreyta sig í eldhúsinu heima.

 

oumph

 

 

A39A6160

Matreiðslunámskeið Röggu Nagla hafa slegið í gegn, og seljast yfirleitt upp á örfáum tímum. Nú þegar hafa hundruðir Íslendinga fengið innblástur í hollustugúmmulaðisgerð sem gerir heilsulífið að dansi á rósum.

 

IMG_8588

 

Námskeiðið er stutt dyggilega af hinum frábæru, hreinu og gæðavottuðu vörum NOW  á Íslandi og útópíu heilsumelsins, verslunum Nettó  þar sem allt hráefnið fæst í einni ferð. Fátt er öflugra í heilsusamlegu mataræði en að vera vel vopnum búinn af gleðilegum uppskriftum að gúmmulaði og þekkingu á allskonar heilsuvörum, bæði frá NOW og fleirum .

IMG_9805NOW-logo           nettó-lógó    20150915_144949

 

 

Heilsubók Röggu Nagla verður til sölu á staðnum og hægt að fá gripinn áritaðan. Verð 3.000 kr.

Heilsubók Röggu Nagla-mynd

Hvað verður gert? Allskyns varíasjónir af hollum uppskriftum fyrir morgunmat, hádegismat, kvöldmat og millimáltíðir. Allt saman gómsætt, bæði til að friðþægja sykurpúkann og gleðiefni fyrir söltu tunguna. Vonandi fá því allir innblástur til að gera heilsulífið að dansi á rósum.

 

sund-cheesecake-2

Frá morgni til kvölds. Heill dagur af hollustu. 

Næsta námskeið verður haldið  24. janúar 2017 

Hvar er gleðin? Matreiðslueldhúsi “gamla” Lækjarskóla, Hafnarfirði sem nú hýsir Námsflokka Hafnarfjarðar. Athugið að gengið er inn að aftanverðu.

Hvenær er mæting? kl. 17:00 og gert ráð fyrir að slútta gleðinni um kl. 21:00.

 

Spínat-quiche

 

Hvað á ég að koma með? Svuntu til að hlífa spjörunum, nestisbox undir afraksturinn, óbeislaða sköpunargleði í maraþonið í eldhúsinu og gríðarlega svengd því við gæðum okkur öll saman á góðgætinu á eftir.

 

Picture 24

Sistema nestisbox undir afurðirnar

 

 

Hvað kostar? Verð = 16.000 ÍKR  sem greiðist fyrirfram í gegnum PayPal til að tryggja þátttöku á námskeiðinu.

UPPSELT

 

 

Athugið aðeins 12 pláss í boði á þetta námskeið.

Frumskógarlögmálið “fyrstir koma, fyrstir fá” er því í fullu gildi.
Hér og hér og hér eru myndir frá húllumhæinu frá fyrri námskeiðum.

 

Smáa letrið:

Það þarf að greiða fyrirfram til að taka þátt.
Ekki verður ekki hægt að greiða á staðnum.
Ekki er skráð á biðlista ef uppselt á námskeið.

Miði fæst ekki endurgreiddur. Ef forföll, veikindi eða óviðráðanlegar aðstæður koma upp er hægt að auglýsa miðann til sölu á viðburðinum á Facebook eða hafa samband við Röggu Nagla (ragganagli79 hjá gmail.com)