Bezta bananabrauðið á norðurhjaranum

bariatric-banana-loaf

Það kannast allir við þegar bananarnir sem þú keyptir í síðustu viku dangla ennþá í ávaxtaskálinni ósnertir og orðnir vel doppóttir af elli. Sumir orðnir sótsvartir og örvasa gamalmenni. Í stað þess að henda þeim á bál matarsóunar læturðu þá enda lífdaga sína í bezta bananabrauði sólkerfisins.  Því eldri og þroskaðri, því betra brauð. Og gómsætið er ekki þessa heims, enda munu verða samdir ljóðabálkar um þetta bananabrauð í framtíðinni.

Bezta bananabrauð norðurhjarans

 40g möndlumjöl

40g kókoshnetuhveiti

 20g NOW vanilla mysuprótín

2 vel þroskaðir bananar, ca 180 g
1 skorinn banani í þykka bita

65 g hreint skyr (eða Örnu skyr)

0,5 dl grísk jógúrt (t.d Örnu)

2 eggjahvítur

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1 msk NOW erythritol
15 g hakkaðar pekanhnetur

SONY DSC

now-whey

Aðferð:

  1. stilltu ofninn á 175 °
  2. Blandaðu öllu (nema pekanhnetunum og sneiddum banana) saman með töfrasprota í þykkt og gómsætt deig
  3. helltu deiginu í sílíkonbrauðform eða smurt form með kókosolíu (t.d Himnesk hollusta)
  4. stráðu pekanhnetunum yfir deigið og þrýstu heilum bananabitum ofan í deigið.
  5. baka í miðjum ofni í c.a 40 mínútur
  6. leyfðu brauðinu aðeins að kólna en það er best ylvolgt með þykkri ostsneið eða smjörklípu. Eða bara tómt og beint af kúnni.

SONY DSC

Þetta brauð slær alltaf í gegn á matreiðslunámskeiðum Röggu Nagla, NOW og Nettó og rýkur út eins og… já eins og heitt bananabrauð.

banana-bread-2