Silkimjúkur súkkulaði-granateplagrautur

Sítróna og granatepli bindast hér vináttuböndum enda slá þessir tveir félagar aldrei feilnótu þegar þeir eru spilaðir saman í bragðsinfóníunni. Það er viðeigandi að nota himneskar vörur í þessa gúrmetisgleði, því upplifunin færir þig sannarlega nær himnaríki.

20161220_064551

Silkimjúkur Súkkulaði-granatepla næturgrautur

50 g Himnesk hollusta haframjöl

2 dl Isola ósætuð möndlumjólk

2 dl vatn

2 msk NOW psyllium Husk

rifinn börkur af hálfri sítrónu + sítrónusafi

1 ½ tsk Ceylon kanill Himnesk hollusta

1 granatepli. Skera í tvennt og skafa fræin úr. Geyma 2 msk af fræjum til skreytingar

4 tsk Rain Forest Kakónibbur

4-6 dropar NOW Better Stevia French vanilla

20161219_194459

Aðferð:

Hrærðu öllu nema kakónibbum saman í skál helltu síðan yfir í Sistema nestisbox og lokaðu. Geymdu í kæli yfir nótt. Huskið drekkur í sig vökvann og verður stífur grautur. Þá þarftu ekki annað en að velta þér framúr um morguninn, opna ísskápinn með annarri hönd og skeiðina á lofti í hinni. Skreyta með kakónibbum og restinni af granateplinu. Setjast síðan og njóta með núvitund hverrar munnfylli. Því þú vilt aldrei að þessi máltíð taki enda.

20161219_192752

Allt stöffið í grautinn fæst auðvitað í verslunum Nettó