Sjúllaðar súkkulaðikaffimöndlur

Ef þú hendir í þessar súkkulaði kaffimöndlur beint eftir vinnu í dag þá muntu fyllast svo miklu þakklæti í garð Naglans að þú sendir blóm og kransa express með DHL til Danmerkur. Ef þessar dúllur leynast í kælinum þegar Siggi sæti bankar á öxlina eftir kvöldmat þá er engin ástæða til að fara á bólakaf […]

Read More…

Ræðan í afmælinu þínu

Við erum stödd í afmælinu þínu. Stuð og stemmning.Fjör á fjórtán.Gin og tónik í vélindanu.Þröngir leðurjakkar.Bleiserar og brilljantín.Í útópískri framtíð þar sem við megum aftur fara í partý og hitta fólk í kjötheimum. Syngja saman. Dansa uppvið hvert annað. Knúsa mann og annan. KLING KLING KLING Sigga vinkona þín lemur í glas og biður um […]

Read More…

Fimm tapas… og auka salat

Naglinn var stödd á Tapas veitingahúsi í Árósum um liðna helgi. Þjónninn kemur og tekur pöntun Naglinn: Já ég ætla að fá fimm tapas rétti. Og auka grænmeti. Já og auka salat Er það þá komið fyrir ykkur? “Nei hann ætlar að panta fyrir sig” segir Naglinn og bendir á bóndann. Bíddu, var allur þessi […]

Read More…

Arkitekt að eigin árangri

Þessi grein eftir Röggu Nagla birtist í Heilsublaði Morgunblaðsins 2. janúar 2017.     Vertu arkitekt að eigin árangri   Nýársheit. Enn eitt árið. Nú skal það takast. Fyrri ár hefurðu strengt ýmis konar fögur fyrirheit um bjartari framtíð og ræktaðri skrokk. Sjálfsagi og súrkál. Lyftingar og lýsi.   Þú hefur verið með einkaþjálfara, farið […]

Read More…

Bezta bananabrauðið á norðurhjaranum

Það kannast allir við þegar bananarnir sem þú keyptir í síðustu viku dangla ennþá í ávaxtaskálinni ósnertir og orðnir vel doppóttir af elli. Sumir orðnir sótsvartir og örvasa gamalmenni. Í stað þess að henda þeim á bál matarsóunar læturðu þá enda lífdaga sína í bezta bananabrauði sólkerfisins.  Því eldri og þroskaðri, því betra brauð. Og gómsætið […]

Read More…

Tómat-spínathummus Naglans

Sköpunargleðin á matreiðslunámskeiðum Naglans í liðinni viku reið ekki við einteyming. Það hefði mátt opna bakarí fyrir öll girnilegu prótínbrauðin sem litu dagsins ljós. Rósmarínbrauð, hvítlauksbrauð, appelsínu/trönuberjabrauð, epla/kanilbrauð, múslíbrauð og ég veit ekki hvað og hvað….   En þegar lærisveinarnir ætluðu að seðja hungrið eftir allan þrældóminn í bakstrinum voru góð ráð dýr, því ekkert […]

Read More…

Horuð pítusósa Naglans

Horuð pítusósa Naglans 100g lighter than light Hellman’s mæjó (fæst í Hagkaupum) 100g 5% sýrður rjómi 1 tsk oregano 1 tsk provence kryddblanda (rósmarín, oregano, marjoram, timjan) hvítlauksduft salt og pipar Hræra saman og málið er dautt. Best ef geymt í kæli yfir nótt. Allt stöffið fæst í Nettó, nema Hellman’s horað mæjó sem fæst […]

Read More…

Casein er besti vinur aðal

Mörgum vex í augum að malla margar af uppskriftum Naglans því þeir þekkja ekki innihaldið og geta oft ekki einu sinni borið fram nöfnin á þeim. Hvað er eiginlega allt þetta stöff með skrýtnu nöfnunum sem Naglinn notar í bakstur og matargerð? Hvar í borg óttans er hægt að sjoppa þessar exótísku vörur? Hér reynir […]

Read More…

60 kaloríu súkkulaðikaka –

  Ha?? heyrði ég rétt? Sextíu kvikindi í súkkulaðiköku? Nei þú ert ekki að valhoppa með Pollýönnu í Múmíndal. Þetta er blákaldur veruleikinn. Það er nefnilega svo gaman að vera heilsumelur. 60 kcal súkkulaðikaka 1 skammtur 1 eggjahvíta 1 msk ósætað kakó (t.d Hershey’s) 1 msk NOW Erythritol 2 msk blómkálsmússa (soðið blómkál og svo […]

Read More…

Súkkulaði appelsínu triffli

Súkkulaði appelsínu triffli varð það heillin og nú er tímavél heitasta óskin til að endurtaka þetta unaðsmóment sem Naglinn átti með skeiðina að vopni.   Súkkulaði appelsínu triffli Grautur: 40g haframjöl 1-2 tsk NOW Psyllium Husk 50g rifið blómkál (gerir sjúklega mikið magn fyrir átsvín, treystið mér þið finnið ekkert blómkálsbragð) klípa salt Rifinn appelsínubörkur […]

Read More…