Casein er besti vinur aðal

Mörgum vex í augum að malla margar af uppskriftum Naglans því þeir þekkja ekki innihaldið og geta oft ekki einu sinni borið fram nöfnin á þeim. Hvað er eiginlega allt þetta stöff með skrýtnu nöfnunum sem Naglinn notar í bakstur og matargerð?

Hvar í borg óttans er hægt að sjoppa þessar exótísku vörur?

Hér reynir Naglinn að leiða ykkur elsku lesendur útúr myrkrinu og inn í kastljós hollustubaksturs, því hér er hlýtt og gott að vera.

Kasein prótínduft: Er helsta prótínuppistaðan í mjólk. Casein losast hægt út í blóðrás og af þeirri ástæðu nota margir það í kvöldsnæðinga. Kaseinsjeikar verða mun þykkari en mysuprótínsjeikar því kasein dregur í sig mikinn vökva. Þegar casein er notað í prótínbakstur og sjeikagerð þarf því meira vökvamagn í uppskriftum sem innihalda kasein en þegar notað er mysuprótín.

Csein verður kremað og hnausþykkt eins og búðingur sem hentar afar vel fyrir áferðarperra sem vilja helst borða sína sjeika með hníf og gaffli eins og Naglinn. Casein er brúklegt í þykka prótínbúðinga, prótínfrosting og flöff.

Flöff úr NOW casein prótíndufti

Flöff úr NOW casein prótíndufti

IMG_7978

Tíramísú kaffibollakaka með prótínfrosting úr casein

20140423_072201

Súkkulaðibomba með súkkulaði prótínfrosting úr casein prótíndufti

Nú eru snillingarnir hjá NOW loksins farnir að framleiða casein prótínduft, og eins og allar þeirra vörur er það tandurhreint og gljáandi án allra aukefna.

now casein

NOW Micellar casein prótínduft

Naglinn lagði á og mælti um eins og Búkolla forðum að NOW á Íslandi bættu þessari vöru við sitt breiða úrval og að sjálfsögðu var orðið við frekjunni í gömlu.

Fæst m.a í Nettó og er á 25% afslætti til 1. febrúar á Heilsudögunum.