Kryddsíld Naglans árið 2014

Janúar

Jólum og áramótum 2013-2014 eytt í London.

20131231_192008

 

 

Naglinn var beðin um að halda fyrirlestur á konukvöldi í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Fyrirlesturinn fjallaði um hvernig við náum stjórn á hugsunum okkar til að stuðla að betri heilsuhegðun.

 

Jónshús-1

Jónshús-2

 

Einnig hélt Naglinn fyrirlestur í Budz Boot Camp í Köben um tengsl hugsana og heilsu og nýtileg hugræn verkfæri til að tækla hryðjuverkahugsanir sem hrinda okkur reglulega af brautinni.

 

Febrúar

Í febrúar lagði Naglinn enn einu sinni land undir fót og hélt til London á matreiðslunámskeið hjá drottningunni af ProteinPow.

20140216_131628

 

20140216_141615

 

20140216_152007

 

Samningur um bókaútgáfu á Heilsubók Röggu Nagla undirritaður milli Naglans og Sögur útgáfu.

 

20140927_103732

Ferðalag til Osló og auðvitað tekið á því í Elixia Majorstuen.

 

Mars

Fyrirlestur í Metabolic Reykjanesbæ um tengsl hegðunar og hugsana og hvernig við tæklum þessar hugsanir til að stuðla að betri heilsu.

baec3d02a62e11e39bd51230495cd073_8

 

Naglinn var beðin um að vera gestur í sjónvarpssal á sjónvarpssstöðinni sálugu Mikligarður þar sem umfjöllunarefnið voru megrunarkúrar, líkamsímynd og öfgakenndar tálgunaraðferðir.

Mikligarður

 

 

Mikligarður-2

 

Apríl

Fyrsta matreiðslunámskeið Naglans sett upp í Köben með frábærum hópi af lærdómsfúsum heilsugosum.

IMG_7314

 

IMG_7271

IMG_7287

 

Frábær páskaferð til Kanada í brúðkaup í Hamilton Ontario hjá þjálfara Naglans til sjö ára.

20140418_234117

IMG_7510

IMG_7518

Með nýgiftu turtildúfunum

 

 

IMG_7527

Gætt sér á gúmmulaðinu

 

 

IMG_7535

Járnrífingatúttur flexa byssurnar í brúðkaupum

 

 

 

20140419_091437

Í Kanada var að sjálfsögðu tekið á því í Good Life fitness.

 

 

Síðan tók við rómantisk vika hjá hjónunum í Stóra Eplinu, nánar tiltekið í Harlem hverfinu þar sem hjónakornin leigðu íbúð í gegnum Air Bn’B því heilsumelurinn og átvaglið þarf að hafa sitt eldhús.

20140421_195243

 

20140423_145445

Siggi’s skyr í Trader Joe’s

20140424_140039

20140424_125850

My sister of iron

 

 

Í NYC var að sjálfsögðu tekið á því og rymjandi hvít kona í lyftingasalnum vakti óskipta athygli innfæddra og ekki leið á löngu þar til Naglinn hafði vingast við nokkrar ræktarrottur.

 

20140422_092743

20140422_092806

Naglinn er ekki svört, en Naglinn er stolt

 

Maí

Naglinn skellti sér á námskeið í lyftingatækni í réttstöðulyftu, bekkpressu og hnébeygju. Leiðbeinandinn hafði sérstaklega orð á hversu djúpt Naglinn fór í hnébeygju og sagði við hópinn: “Þetta er dýptin sem þið eigið að stefna að.” Og hananú!

 

20140525_150622

 

 

20140525_121325

 

 

20140525_112906

 

Júní

Enn ein ferðin til Osló og tekið á því í Elixia samkvæmt venju.

20141116_111434

 

Heilsumelir liggja ekki aðgerðarlausir og flatmaga í sólinni í Frognerparken í Osló, heldur nýta tækifærið og teygja á stirðum skönkum og auka hreyfanleika og liðleika.

20140608_141838

20140608_141807

20140608_141750

 

Fyrstu matreiðslunámskeið Naglans sett upp á Íslandi í samstarfi við snillingana hjá Now á Íslandi, Nettó búðirnar og Fitness Sport. Það seldist upp á öll þrjú námskeiðin á mettíma. Miðarnir á þriðja námskeiðið fóru á sléttum átta mínútum, og einhver sagði að það væri erfiðara að nálgast miða í gúmmulaðisgerðina en á Justin Timberlake tónleikana. Hafðu það góði.

IMG_8087

IMG_8093

 

 

IMG_8142

IMG_8145

 

Í félagslífinu var farið á stórskemmtilega tónleikahátíð Secret Solstice í Laugardal og Naglinn getur vart beðið eftir að endurtaka leikinn á hátíðinni á næsta ári.

 

20140621_143844

 

Júlí

Júlí hófst á Rolling Stones tónleikum á Hróarskelduhátíðinni. Þá er hægt að strika útaf fötulistanum að hafa barið augum öldungana í Rúllandi Steinum.

 

20140703_214937

20140703_221523

20140703_181334

Heilsugosar mæta með Sistema nestistösku troðfulla af hollustu á tónleikahátíð

 

Og enn hélt tónleikagleðin áfram í London þar sem Naglinn fór á enn eina tónleikahátíð og barði augum Outkast, Bruno Mars og Ellie Goulding.

 

20140706_180407

 

Myndataka fyrir heilsubók Röggu Nagla sem kemur út í byrjun janúar.

Under Armour toppur, fæst í Altis

Under Armour toppur, fæst í Altis

 

 

Hitabylgja var í Skandinavíu í allt sumar og ófáar ferðir farnar á strendur Kaupmannahafnar með nesti og nýja sandala.

20140724_145529

 

20140724_162224

 

sixpakk

Ágúst

Enn hélt hitabylgjan áfram og sólað sig þar til húðin varð að gömlum leðursóla.

20140704_144141

Sun’s out, guns out

20140704_144605

Naglinn og þríhöfðinn í sólbaði

20140608_135618

Jótland heimsótt til að fara í brúðkaup og að sjálfsögðu tekið á því í Álaborg city. Þú tekur betur á því þegar nafnið þitt stendur á Under Armour bolnum þínum. Under Armour frá hinum frábæru styrktaraðilum Naglans í Altis Ísland.

 

20140802_101724

 

 

 

September

Gleðin hélt áfram með tveimur matreiðslunámskeiðum Naglans á Íslandi, og seldist upp á þau bæði á örfáum klukkutímum.

 

IMG_8596

 

IMG_8599

Prótínpizzur bíða slátrunar í ginið

 

IMG_8594

Gómsætt grautartriffli

 

Á Heilsudögum Nettó í september veitti Naglinn ráðleggingar um hollustuvörur fyrir heilsusamlegan lífsstíl, og gaf gestum og gangandi smakk af heilsugúmmulaði eins og prótínpizzu, hollustubrownies, hnetusmjörsköku og horaðri súkkulaðisósu.

 

20140912_164410

 

20140912_162213

 

Naglanum hlotnaðist sá heiður að vera gestur í sjónvarpssal á degi Rauða nefsins.

20140912_214820

Naglinn og Kenneth Máni á degi rauða nefsins

 

IMG_8611

 

Október

Afmæli Naglans fagnað í Osló.

20140930_211230

Þrjátíu og fimm ára ammælisbarn

 

Hápunktur ársins var klárlega októbermánuður þegar Nýtt líf vildi ekki einungis að smettið á gömlu prýddi forsíðu tölublaðsins, en einnig að vilja birta nöldrið um sálfræðilega vinkilinn á heilsuna. Ekki hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf og meiri heiður.

 

Nýtt líf - Ragga

 

20141015_073839

 

 

20140914_175353

Kellingin ondúleruð og smettið sparslað fyrir forsíðuna

 

 

Nóvember

Þriðja lota af matreiðslunámskeiðum Naglans í Lækjarskóla.

 

20140619_195755

 

IMG_8635

 

 

Ný sálfræðistofa Naglans opnuð í Köben og sífellt fleiri skjólstæðingar bætast í hóp þeirra fjölmörgu sem Naglinn aðstoðar með hugrænni atferlismeðferð við ofátsvandamálum, líkamsímynd, sjálfsmynd, kvíða, þunglyndi, streitu.

 

A39A5845

 

Aðventuferð til London þar sem Naglinn fór á fitness mót til að hvetja góðan vin sinn frá Suður Afríku sem keppti í íþróttafitness

20141123_160422

Ekki góður litasamanburður, Naglinn er eins og uppvakningur við hliðina á bronslituðum skrokki.

 

Desember

Jólum fagnað í miklum rólegheitum í Köbenhavn.

20141223_195422

Jól í Tívolí

 

 

Heilsubók Röggu Nagla fór í prentun

 

ragga-nagli-lifstill

 

 

Sannarlega viðburðarríkt ár á enda og Naglinn getur vart beðið eftir hvað 2015 ber í skauti sér.