Gómsætar glútein- og sykurlausar piparkökur

sykurlausar piparkökur_2

Þegar piparkökur bakast, kökugerðarmaður tekur…… allt deigið og borðar það…

Þessar piparkökur eru horaðar, sykurlausar, glúteinfríar en þrátt fyrir alla þessa fátækt og vosbúð eru þær asnalega gómsætar og meira að segja bóndinn sem er sykursnúður mikill fannst þær betri en hinar hefðbundnu systur þeirra. En það krafðist viljastyrks nashyrnings í makaleit að éta ekki allt deigið áður en kökurnar rötuðu í ofninn.

Uppskrift
c.a 25 meðalstórar kökur  

5 dl NOW möndlumjöl
3 msk NOW erythritol
1/2 tsk NOW xanthan gum (þykkingarefni)*
1.5 msk Dr. Goerg kókoshnetuhveiti
1/2 tsk salt
3 tsk piparkökukryddblanda, t.d Dr. Oetker
2.5 msk Sukrin gold
1 tappi vanilludropar, t.d Kötlu
1,5 msk brædd Himnesk hollusta kókosolía
1 egg

*Líka hægt að nota psyllium Husk

Allt stöffið í piparkökurnar fæst í Nettó

IMG_8866

Pepparkakor

Aðferð:

1. Stilla ofn á 150°C

2. Blanda þurra stöffinu saman í skál. Bæta eggi, vanilludropum og bræddri kókosolíu og hræra þar til verður að þykku deigi.

3. Rúlla deigið með kökufefli. Gott að breiða smjörpappír yfir deigið svo það festist ekki við keflið í rúllingunni. Búa til piparkökur með piparkökuformum og leggja á smjörpappírsklædda bökunarplötu

 

pepperkake-5

4. Baka í ofni í c.a 20 mínútur á 150°C eða á 125°C í 50-60 mínútur fyrir enn stökkari piparkökur. Það er ekkert sem jafnast á við negulkanilblandað stökkt krönsj undir tönn í bland við gómsætt möndlubragðið.

 

Sykurlausar piparkökur

 

 

Næringargildi per eina köku (af 25)

Hitaeiningar: 60 kcal
Prótín: 2g
Kolvetni: 0.5 g
Fita: 5 g