Rísalamand hafragrautur með þykjustuflöðuskúm og kirsuberjasósu var það heillin.
Ó svo jólalegur og notalegur morgungrautur á aðventunni með danskri inspírasjón og átgleðin nær nýjum hæðum.
Þennan er tilvalið að gera kvöldið áður í skammdegismyrkrinu meðan haustlægðirnar berja á rúðunni svo þú þarft einungis að rúlla þér framúr bælinu í morgunsárið og opna ísskápinn vopnaður skeið.
Uppskrift:
Grautur
1 skammtur
40g haframjöl
1 msk NOW psyllium Husk
vanilluduft, vanilludropar eða korn skafin úr einni vanillustöng
klípa salt
Kötlu möndludropar
2-4 dl vatn (eftir þykktarsmekk)
Kokka grautinn í grýtu upp á gamla móðinn á eldavél. Setja til hliðar meðan þykjustuflöðeskúm er mallað saman.
Þykjustu flöðeskúm
100g kotasæla
50g hreint skyr/kvark/kesam
1 msk NOW erythritol
Better Stevia french vanilla dropar
Hræra öllu saman með töfraprota þar til silkimjúkt.
Hræra saman við tilbúinn grautinn þar til vel blandað saman.
Kæla í 60-90 mínútur helst yfir nótt.
Kirsuberjasósa
150g frosin eða fersk kirsuber
1 msk NOW erythritol
1/2 dl vatn
1/4 tsk NOW xanthan gum (þykkingarefni)
Öllu skellt saman í grýtu og suðan látin koma upp. Leyfa að dunda sér í c.a 15 mínútur.
Eða svindla og nota sykurlausa tilbúna kirsuberjasósu frá Cervera.
Danskurinn klikkar ekki á smáatriðunum. Þessa gleði sjoppar Naglinn í Magasin du Nord eða Super Best.
Hella yfir grautinn og njóta… ó njóta.
Öööönaður…. algjör ööönaður segi ég og skrifa.
Velbekomme!
Allt hráefnið nema kirsuberjasósuna fæst í Nettó verslunum á Íslandi.