Súkkulaðimússa

Einn uppáhalds kvöldsnæðingur Naglans er súkkulaðimússa, skinhoruð, pökkuð af prótíni og algjör unaður á tungu. Hreinn og klár veislumatur um háskaðræðistímann. Og svo fljótlegt og einfalt blómin mín sem er það sem skiptir mestu máli þegar hungrið mikla sækir að.   Uppskrift: 150g kotasæla 2 msk kókoshnetumjólk (eða möndlu/belju/soja) 1/4 tsk NOW xanthan gum 1 msk […]

Read More…

Zucchini lasagne Naglans

Þetta gómsæti krefst þess að þú finnir þriðja augað, beitir hugleiðslu og grafir upp alla gjafmildi sem þú átt til í sinninu því þig langar ekki að deila þessu með heiminum. Þig langar að slátra öllu fatinu einn og sjálfur og aleinn.       Zucchini lasagna Uppskrift: 500 g nautahakk 4% (Kjötkompaní, Kjöthöllin) 1 saxaður […]

Read More…

Rísalamand grautur

Rísalamand hafragrautur með þykjustuflöðuskúm og kirsuberjasósu var það heillin. Ó svo jólalegur og notalegur morgungrautur á aðventunni með danskri inspírasjón og átgleðin nær nýjum hæðum. Þennan er tilvalið að gera kvöldið áður í skammdegismyrkrinu meðan haustlægðirnar berja á rúðunni svo þú þarft einungis að rúlla þér framúr bælinu í morgunsárið og opna ísskápinn vopnaður skeið. […]

Read More…

Tíramísú triffli

Vissir þú að Tíramísú þýðir “lyftu mér upp” á ítölsku? Og ef þessi grautur lyftir þér ekki upp úr bælinu í morgunsárið alla leið upp í sjöunda himin þarftu að láta athuga starfsemi bragðlaukanna á næstu heilsugæslustöð. Ein sneið af tíramísú inniheldur hátt í 500 karólínur og 30 grömm af fitu meðan þessi morgungleði er […]

Read More…

Vanillu ostakaka með súkkulaðiívafi

Þessi kaka er ólýsanlega gómsæt. Átið á henni framkallaði epíska hamingju og jaðraði við trúarlega athöfn hjá rammheiðnum Naglanum. Niðurtalning í kvöldsnæðing morgundagsins hófst um leið og síðasta bita hafði verið rennt niður og það er hugsanlegt að diskurinn hafi verið sleiktur…neeii djók…. eða ekki. Vanilluostakaka með dökku súkkulaði Botn 4 msk Monki hnetusmjör (fæst […]

Read More…

Jarðarberja-banana triffli

Það er fátt dásamlegra en að rúlla sér framúr bælinu, opna ísskápinn og graðga í smettið á núll einni þegar hungursneyðin er í algleymingi og neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Þá kemur grautartriffli sem er útbúið kvöldið áður siglandi eins og appelsínugulur björgunarbátur.   Jarðarberja triffli með bananakremi Grautur: Haframjöl (magn eftir þörf) 1/2 dl rifið […]

Read More…

Súkkulaðiappelsínumússa

Súkkulaði og appelsína er kombinasjón sem minnir okkar kynslóð bara á kattatungur og heimsóknir í teppalagt Þjóðleikhúsið. Naglann langaði allsvakalega að gera hollustugómsæti úr þessu bragðkombó sem dansar á tungunni. Úr varð súkkulaðiappelsínumússa úr grindhoruðum hráefnum og allir eru glaðir, bæði átvaglið og heilsumelurinn. Nýjasta nýtt frá NOW er sykurlaus sykur. Halló, getur það hljómað […]

Read More…

Súkkulaði-banana grautartriffli

    Grautarperrinn kynnir nýtt grautartriffli til leiks. Þetta er svo mikið uppáhalds uppáhald þessa dagana að um leið og máltíðinni lýkur er byrjað að telja niður til næsta morguns. Súkkulaðikókosbananabrjálæði og það er hugsanlegt að einhverjar skálasleikingar fylgi í kjölfarið hjá þér, enda viltu ekki að þessi máltíð taki nokkurn tíma enda. Súkkulaði-banana-kókos grautartriffli […]

Read More…

Vanilluostakaka með hindberja Quest-bar botni

Ó þú mikli unaður sem horaða ostakaka Naglans er. Hún er eins og auður strigi málarans því það má endalaust snurfusa og vesenast og búa til nýjar varíasjónir eins og súkkulaðigleði eða hnetusmjörsbrjálæði til að gleðja átvaglið.  Því Naglinn fær enga gleði af því að borða súrt og bragðlaust skyr þegar hægt er að leika sér […]

Read More…

Bláberjabrjálæði í kaffibolla

Hvað gera bændur þegar fellibylurinn Bodil lemur á gluggana. Þá er svuntan reimuð, bökunarvörum rutt úr skápunum og ný tegund af morgungleði hrist fram úr erminni. Bláberjabrjálæði í bolla Kaka: 40g haframjöl (malað í hveiti í matvinnsluvél) 1 msk NOW möndluhveiti 1 tsk lyftiduft 2 tsk NOW erythriol/Sukrin 1 tsk vanilludropar 3 msk eplamús 2 […]

Read More…