Vanilluostakaka með hindberja Quest-bar botni

Ó þú mikli unaður sem horaða ostakaka Naglans er. Hún er eins og auður strigi málarans því það má endalaust snurfusa og vesenast og búa til nýjar varíasjónir eins og súkkulaðigleði eða hnetusmjörsbrjálæði til að gleðja átvaglið.  Því Naglinn fær enga gleði af því að borða súrt og bragðlaust skyr þegar hægt er að leika sér með matinn og gera gúmmulaði. Enda er vanþurft og frústrasjón algjörlega óþekktar tilfinningar í þessum haus.

IMG_6217

Vanilluostaka með hindberjabotni

Botn:

100g NOW möndlumjöl
1 msk Dr. Goerg kókoshnetuhveiti
3 msk möndlumjólk

Hrært saman í kúlu. Fletja út með kökukefli í botn á smelluformi. Hita í ofni í 10 mínútur.

Taka eitt stykki Quest Raspberry White chocolate stykki.

Quest-Raspberry-white-choc

 

Hita kvekendið í 10 sekúndur í örbylgjuofni.

 

IMG_6197

Fletja út með kökukefli í örþunna fletju. Naglinn á lítið fagurbleikt sílíkonkökukefli.  Gott að setja smjörpappír yfir meðan rúllað er til að bráðnaðir súkkulaðibitarnir klessist ekki á keflið.

IMG_6198

Rífa útflatt Quest-barið í nokkur stykki og dreifa samviskusamlega yfir hálfbakaðan botninn og hefjast handa við að hræra í fyllinguna.

IMG_6199

 

Fylling:

450g kotasæla
250g kvark/skyr/grísk jógúrt
1 tsk sykurlaust vanillu Jell-O eða NOW xanthan gum  (Nettó, Fjarðarkaup, Lifandi Markaður)
1 msk Walden Farms marshmallow dip (má sleppa)
4 eggjahvítur (120g)
2 msk NOW erythriol  (Nettó, Fjarðarkaup, Lifandi Markaður)
NOW french vanilla dropar (Nettó, Fjarðarkaup, Lifandi Markaður)

NOW erythriol

IMG_5345

IMG_6215

PhotoGrid_1389009936581

IMG_5924

Þessa gleði má svo toppa með sykurlausri sultu, horaðri súkkulaðisósu, Walden Farms karamellusósu (Fitness Sport) eða hverju því sem hugurinn girnist. Ímyndunaraflið er eina hindrunin þín.