Presley-kaffibollakaka – banani og hnetusmjör

Elvis kallinn vissi hvað hann söng í fleiru en bara “Suspicious minds”. Banani og hnetusmjör dansandi saman á tungubroddinum er kombinasjón sem sendir öll skilningavit í þrefalt heljarstökk afturábak með skrúfu. Það verður sveitt djamm í munninum og þig langar að hnýta á þig bláu flauelsskóna og tvista eins og Sæmi rokk… tvista til að gleyma.

PhotoGrid_1389609020720

Elvis Presley kaffibollakaka

40g haframjöl malað mélinu smærra í blandara/Múlínex
1 msk kókoshnetuhveiti (Dr. Goerg)
1 msk SUKRIN gold
1 msk PB2 eða hnetuhveiti
1/2 tsk lyftiduft
65g stappaður banani
2 eggjahvítur
2 msk möndlumjólk

Hlynsíróps-hnetusmjörssósa

1 msk PB2 eða hnetuhveiti
1 tappi maple dropar eða Walden Farms pönnukökusíróp
1 tsk Sukrin gold
oggu salt
2 msk vatn

IMG_6587

Hræra öllu saman. Smyrja yfir kökuna og skreyta með bananasneiðum.

PhotoGrid_1389622289222

Þig mun langa að snúa tímanum við eins og Cher þegar þessi máltíð er búin