Súkkulaðimússa

Einn uppáhalds kvöldsnæðingur Naglans er súkkulaðimússa, skinhoruð, pökkuð af prótíni og algjör unaður á tungu. Hreinn og klár veislumatur um háskaðræðistímann.
Og svo fljótlegt og einfalt blómin mín sem er það sem skiptir mestu máli þegar hungrið mikla sækir að.

 

súkkulaðimússa

Uppskrift:
150g kotasæla
2 msk kókoshnetumjólk (eða möndlu/belju/soja)
1/4 tsk NOW xanthan gum
1 msk sætuefni (t.d Erythritol)
1 msk NOW 100% kakó

IMG_9054
Valfrjálsar viðbætur: chiliduft, instant kaffi, Better Stevia, bragðdropar, rifinn appelsínubörkur, hakkaðar hnetur/möndlur, hnetusmjör….. ímyndunaraflið er eina hindrunin.

Hræra saman með töfrasprota og henda í kæli í c.a 90 mínútur fyrir átu.

Toppa með appelsínusúkkulaðisósu Naglans og lífið er fullkomið.

Allt stöffið í gleðina fæst í Nettó