Þetta gómsæti krefst þess að þú finnir þriðja augað, beitir hugleiðslu og grafir upp alla gjafmildi sem þú átt til í sinninu því þig langar ekki að deila þessu með heiminum. Þig langar að slátra öllu fatinu einn og sjálfur og aleinn.
Zucchini lasagna
Uppskrift:
500 g nautahakk 4% (Kjötkompaní, Kjöthöllin)
1 saxaður laukur
3 marin hvítlauksrif
1 dós tómatar í dós
1 dl rifinn Fjörostur
3 meðalstór zucchini
söxuð fersk basilica
krydd að eigin vali
Horuð Bechamel sósa
1 stór dós kotasæla
1 stk eggjahvíta
1 tsk kókoshnetuhveiti (Dr. Goerg)
klípa af múskat
salt og pipar
Aðferð:
- Steikja hakk og krydda eins og vindurinn með því sem hugurinn girnist. Leggja hakk til hliðar.
- 2. Steikja lauk og hvítlauk
3. Henda hakki aftur á pönnuna ásamt tómötum, basil, salt og pipar. Blanda saman þar til allt komið í eina orgíu. - Rífa zucchini í þunnar sneiðar á mandolínjárni eða með ostaskera. Salta og láta standa í 10 mínútur til að draga vökvann fram og þurrka af með eldhúsrúllu.
5. Grilla zucchini í ofni eða í George Foreman grilli í 2 mínútur.
6. Á meðan zucchini-ið dúllar sér, hræra saman öllu gumsinu í horuðu Bechamel með töfrasprota þar til mjúkt.
7. Raða í lögum í eldfast mót, kjötkássu, zucchini blöð, hvíta sósu. Sáldra svo osti yfir det hele og baka í ofni þar til osturinn bráðnar.
Þessa uppskrift og margar fleiri er að finna í Heilsubók Röggu Nagla sem fæst hér