Flöff 2.0

Naglinn flöffar til að gleyma og hefur áður birt uppskrift að eggjahvítuflöffi en hefur nú masterað þessa iðju ofan í öreindir og er eiginlega pínu svekkt að flöffun skuli ekki vera ólympíugrein því þá væri kannski hægt að bæta við medalíu við þessa einu sem prýðir vegginn – takk fyrir þátttökuna í Reykjavíkurmaraþoni 2007.

Eggjahvítuflöff-1

Eggjahvítuflöff 2.0

Grunnuppskrift

150 g eggjahvítur
1/4 tsk xanthan gum *
1/2 tsk Cream of Tartar/sítrónusafi/borðedik **

*xanthan gum fæst í Kosti (Bob’s Red mill). Þykkingarefni sem gerir flöffið að þykkildisbúðingsgómsæti
** Einhvers konar sýra hjálpar við að halda hvítunum stífum (ekki smjörsýra samt)

Bragðvaríasjónir:

Súkk-mokka: Hershey’s ósætað kakó + nescafé
Vanilla: vanilluduft + Stevia vanilla créme dropar
Pipp: Hershey’s ósætað kakó + piparmintudropar
Berjabrjálæði: Stevia berry dropar
Súkk-kókos: Hershey’s ósætað kakó + kókosdropar
Súkk-hnetusmjör: Hershey’s ósætað kakó + PB2/hnetuhveiti
Sítrus: Kötlu sítrónudropar
Súkk-karamellu: Hershey’s kakó + Stevita karamelludropar

Eggjahvítur eru eins og auður strigi málarans. Möguleikarnir eru endalausir.

 

IMG_2578

 

Aðferð:

1. Eggjahvítur í skál (spennandi). Naglinn notar Kitchen Aid hrærivél

2. Þeyta á stillingu 4 í 2 mínútur, hækka í 6 og þeyta í 2 mínútur, bæta Cream of Tartar/sítrónu/ediki út í hvíturnar hér. Hækka í áttuna og þeyta í 2 mínútur. Voilá… hér eru hvíturnar orðnar pinnstífar (enga dónahugsun) og tilbúnar undir tréverk

3. Hér fer bragðvaríasjón útí (kakó, dropar) og xanthan gum.

4. Þeyta í örfáar sekúndur á hægum hraða til að kakóið þyrlist ekki um alla veggi. Hækka svo í stillingu 10 og þeyta í 30 sekúndur, alls ekki lengur.

Hér er myndband sem útskýrir betur þeytingarprósessinn.

 

Áferðin verður eins og þeyttur rjómi… og magnið!!! Fólk!! MAGNIÐ!!… græðgiselementið fer í afturábakk arabastökk af gleði.  3/4 af Kitchen Aid skálinni full af búðing til að renna ofan í svartholið….. Naglinn dansar Sound of Music um stofuna.

Flöff

 

Hreinn og klár unaður með Walden Farms chocolate eða caramel syrup drizzluðu yfir.