Einhæfni og þurrelsi – fjandvinir heilsumelsins

Fjölbreytni í mataræði er tugga sem Naglinn þreytist ekki á að þruma yfir lýðnum. Ríkisstefna í mataræði með örfá óspennandi matvæli á kantinum er gulltryggð aðferð til að snara sér útaf beinu brautinni á Formúlu hraða.
Að böðlast í gegnum bragðlausan kjúlla, skraufþurr grjón og einhæft brokkolí mun senda þig express í undirheima uppgjafarinnar og áður en þú veist er bullandi óhamingja komin í sinnið og Oreo kexið og kókið búið að fylla túlann.

En hvað í dauðanum skal kaupa í búðinni??
Það er ekki nema von að pöpullinn sé algjörlega ruglaður í skallanum því skilaboð netheima og pappírssnepla eru þvers á kruss og út og suður um hvaða mat “eigi, megi, skuli“ borða og hvað sé “fitandi, óhollt, hollt, æskilegt, krabbameinsvaldandi, ofurfæða”.

Stefna Naglans í þessum frumskógi er að hvers kyns öfgar eigi ekki adressu í heilsusamlegum lífsstíl.
Hrein, óunnin fæða og sem minnst af sykruðum vörum er það sem blífar til að halda heilsunni í blússandi gír. Vopnuð skynseminni í matvörubúðinni komumst við klakklaust þaðan út með pokana sneisafulla af girnilegu hollmeti.

Hér kemur listi (ath! alls ekki tæmandi) yfir vörur sem ættu að rata ofan í innkaupakörfuna hjá heilsumelum.

Ekki er mælt með að kaupa allt af listanum… nema þið hafið fundið upp iPhone-inn og snýtið ykkur með Ragnheiði Jónsdóttur.

Prótíngjafar

Kjúklingabringur
Kalkúnabringur
Magurt hakk (4-7%)
Nautakjöt
Folaldakjöt
Svínalund
Rækjur
Hvítur fiskur (ýsa, steinbítur, þorskur, rauðspretta o.fl)
Feitur fiskur (lúða, lax, bleikja, makríll, síld, o.fl)
Túnfiskur í dós
Hrefnukjöt
Baunir
Skyr
Fitusnauð jógúrt
Fjörmjólk/Léttmjólk
Sojamjólk
Kotasæla
Egg og eggjahvítur
Grísk jógúrt (2%)

 

Lax og kúskús

 

 

Kolvetni

Hýðisgrjón
Haframjöl
Weetabix
Byggi
Sykurlaust múslí
Heilhveiti/Spelt pasta
Heilhveiti tortilla
Gróft cous cous
Bygg
Quinoa
Bulgur
Gróft brauð (Ráðskonu, Pumpernickel, Fittý)
Gróft hrökkbrauð
Flatkökur
Kartöflur
Sætar kartöflur
Hrískökur
Ávextir
Grænmeti
Tómatar í dós
Sólþurrkaðir tómatar

 

clean eating

 

Fitugjafar

Ólífuolía

Kókoshnetuolía

Sesamolía

Hráar Valhnetur
Sesamfræ
Sólblómafræ
Graskersfræ
Hráar Pekanhnetur
Náttúrulegt hnetusmjör
Náttúrulegt möndlusmjör (kostar reyndar hvítuna úr auganu)
Náttúrulegt cashewsmjör
Náttúrulegt kókossmjör
Hráar Cashew hnetur

Hráar möndlur

Hráar heslihnetur
Ostur (26%)
Avocado
Ólífur

 

 

pecan-nuts

Sósur, krydd o.fl

Salsa
Sykurskert tómatsósa
Sojasósa
Sinnep
5% sýrður rjómi
Sykurskert Teryiaki (Kikkoman)
Hummus
Tzatziki
Edik (hvítvíns, rauðvíns, balsamic)
Sykurlaus síróp
Bragðdropar (Stevia)
Ósætað kakó (t.d Hershey’s)

Kaffi, te, sódavatn, sykurlaust gos (í hófi), allskonar krydd, ferskar kryddjurtir, súputeningar, sjávarsalt og fleira sem gefa lífinu gildi og bragðlaukunum gleði.

Gleðilegt át !!