Klámfengnar Kofta bollur

Naglinn býr í stærsta innflytjenda og múslima hverfi Kaupmannahafnar og því óhjákvæmilegt að borða ekki reglulega á tyrkneskum veitingastöðum. Eldamennskan og matreiðslan hefur ratað inn í eldhúsið og Naglinn því orðin vel sjóuð í öllum þessum uppskriftum með skrýtnu nöfnin. Þessar Kofta bollur eru ólöglega gómsætar. Kofta bollur eru hakkbollur með allskonar kryddum í deiginu. […]

Read More…

Eldsnöggar og snarhollar nautavefjur

    Stundum er maður bara latur og nennir ekki að dúllast í eldhúsinu. Stundum er vesen og umstang í snæðingum bara óyfirstíganlegt verkefni. Stundum þurfa hlutirnir bara að gerast hratt og án umhugsunar. Inn stíga þessar vefjur sem taka enga stund og ekki þörf að nostra og nudda við neitt. Það besta er að […]

Read More…

Zucchini lasagne Naglans

Þetta gómsæti krefst þess að þú finnir þriðja augað, beitir hugleiðslu og grafir upp alla gjafmildi sem þú átt til í sinninu því þig langar ekki að deila þessu með heiminum. Þig langar að slátra öllu fatinu einn og sjálfur og aleinn.       Zucchini lasagna Uppskrift: 500 g nautahakk 4% (Kjötkompaní, Kjöthöllin) 1 saxaður […]

Read More…

Uppáhalds dinnerinn – low-carb tortilla

Þessi dinner er í miklu uppáhaldi hjá Naglanum þessi dægrin. Low-carb tortilla með horaðri hakkgrýtu og allskonar gúmmulaði. Það ískrar í átvaglinu þegar þessari dásemd er sporðrennt í óseðjandi svartholið. Innihald: -Low-carb tortilla (keypt á Dialife.eu) –Hakkgrýta Naglans -Horuð Tzatziki  – Hummus – Horaður ostur – Gúrka -Iceberg Smyrja tortilluna með hummus og tzatziki. Raða […]

Read More…

Mússaka Naglans

Naglinn smakkaði gríska moussaka fyrir ekki alls löngu og Halló Hafnarfjörður! hvar hefur þessi unaður falið sig? Á Grikklandi kannski. En moussaka er mjög orkuríkur og þó Naglinn gæti slurkað því í smettið alla daga þá er það ekki æskilegt fyrir skottið. Inn kemur Naglavædd mússaka með blómkálsmússu, horaður og hollur sem passar vel í […]

Read More…

Blómkálsmússa

Blómkál er besti vinur þeirra sem af einhverjum ástæðum vilja minnka kolvetnaneyslu sína, til dæmis á kvöldin þegar við erum lítið aktíf og botninn vermir sófasettið meðan augun taka inn nýjustu þáttaseríuna úr herbúðum Hollívúdd. Það má gera hrísgrjón úr þeim með að rífa þau hrá á rifjárni eða hakka í blandara. Henda svo í […]

Read More…

Hakkgrýta Naglans

Það er afar algengt að fólk sem hugsar um hollustu í snæðingi kjamsar á kjúllakjöti þar til stél myndast útúr rófubeininu og hunsar rauða kjötið af gömlum ótta. Rautt kjöt er gríðarlega mikilvægt til að viðhalda góðri heilsu, vöðvabyggingu og margvíslega líkamsstarfssemi eins og lesa má um hér. Mikið uppáhald hjá laukum tungu Naglans er […]

Read More…