Hakkgrýta Naglans

Það er afar algengt að fólk sem hugsar um hollustu í snæðingi kjamsar á kjúllakjöti þar til stél myndast útúr rófubeininu og hunsar rauða kjötið af gömlum ótta. Rautt kjöt er gríðarlega mikilvægt til að viðhalda góðri heilsu, vöðvabyggingu og margvíslega líkamsstarfssemi eins og lesa má um hér.

Mikið uppáhald hjá laukum tungu Naglans er gamaldags kúrekagrýta með grjónum og nær að olnboga sig á matseðilinn nánast daglega.
Þessi uppskrift miðast við eina hræðu. Magni má breyta eftir fjölda sem snæðir.

4% nautahakk (100-150g)
Það grænmeti sem til er í ísskápnum og hugurinn girnist.
Naglinn notar:
Sveppir
Laukur
1 hvítlauksrif kramið
ferskur tómatur

1-2 cm bútur af kúrbít rifinn á rifjárni

2 tsk Tómatpúrra eða sykurlaus tómatsósa
2 tsk Salsa sósa
slurkur sinnep
vatn

Steikja sveppi, lauk, hvítlauk, papriku (eða hvaða grænmeti sem er) og krydda vel.
Setja steikt grænmeti í pott og rífa kúrbít útí

* Tips fyrir matháka eins og Naglann: rifinn kúrbítur gefur meira magn af réttinum.
Steikja hakk og krydda veeeel með Season All, oregano, kúmín, smá chili.
Setja magn af nautahakki sem þú notar í pottinn með grænmetinu.
* Gott að steikja haug af hakki og geyma í ísskáp til að hafa tilbúið í næstu gleði.  Fegurðin við að elda í bunkum verður ekki metin til fjár.

Hræra tómatpúrru/tómatsósu, sinnepi, salsasósu og ferskum tómötum útí hakkið . Hella smá vatni út í ef of þurrt.

Skreyta með ferskri basiliku.

Hrikalega gott með hýðisgrjónum eða heilhveiti spagettí.

6 thoughts on “Hakkgrýta Naglans

  1. Pingback: Blómkálsmússa | ragganagli

  2. Pingback: Grænkálflögur….einu sinni smakkað þú getur ekki hætt | ragganagli

  3. Pingback: Nestisblæti | ragganagli

  4. Pingback: Mússaka Naglans | ragganagli

  5. Pingback: Uppáhalds dinnerinn – low-carb tortilla | ragganagli

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s