Súkkulaðilummur

Eggjahvítur er fæða guðanna enda einn besti prótíngjafi sem völ er á. Í morgunsárið eftir föstu næturinnar gargar líkaminn á næringu, bæði kolvetni og prótín til að fylla á birgðirnar fyrir átök dagsins.  Þess vegna gúllar Naglinn eggjahvítur með grautnum í bítið.

“Euuughhh… eggjahvítur… það er svo óspennandi” heyrist úr hálsum efasemdafólksins. En aumingja þeir, því það eina sem þeim dettur í hug eru bragðlausar harðsoðnar hvítur…. frekar þið en Naglinn.

Því lummur eru það heillin á morgunverðarborðinu og súkkulaðidísirnar fá að njóta sín heldur betur í þessari varíasjón.

5 eggjahvítur (150 grömm)

1 mæliskeið HUSK

1/4 tsk xanthan gum (fæst í Kosti)

1/2 tsk lyftiduft

1 tsk ósætað kakóduft (t.d Hershey’s Unsweetened)

nokkrir dropar Stevia súkkulaðidropar

Öllu skellt í blandara og mixað saman í nokkrar mínútur þar til deigið er orðið þykkt. Á meðan hræran dundar sér í blandaranum er kveikt undir pönnukökupönnu

Hella 2 matskeiðum af deigi á heita PAM-spreyjaða pönnu og lækka í millihita.

Leyfa að dúlla sér þar til loftbólur myndast og endarnir farnir að þorna. Þá er lummunni skellt á bakið og leyft að dunda sér í 1-2 mín.

Þessi uppskrift gefur 4-5 lummur. Hrikalega gott með sykurlausri stikkilsberjasultu sem Naglinn sjoppar hinum megin við pollinn í Malmö. Aðeins 8 kcal í 30g skammti.

5 thoughts on “Súkkulaðilummur

  1. Pingback: Sítrónulummur | ragganagli

  2. Pingback: Nestisblæti | ragganagli

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s