Mússaka Naglans

Naglinn smakkaði gríska moussaka fyrir ekki alls löngu og Halló Hafnarfjörður! hvar hefur þessi unaður falið sig? Á Grikklandi kannski. En moussaka er mjög orkuríkur og þó Naglinn gæti slurkað því í smettið alla daga þá er það ekki æskilegt fyrir skottið.
Inn kemur Naglavædd mússaka með blómkálsmússu, horaður og hollur sem passar vel í hversdagsmatinn og algjört gúrmeti.
Svo fáránlega einfaldur og tekur núll tíma ef þú átt tilbúið hakk og blómkálsmússu í ísskápnum. Skipulagningin borgar sig alltaf.

 

IMG_2978

Mússaka Naglans
1 skammtur

hakkgrýta Naglans (prófið að krydda hakk með kanil… án gríns)
blómkálsmússa
n
okkrar sneiðar af Fjörosti

Setja hakkgrýtu í botninn á eldföstu móti. Spennandi.

IMG_2864

Smyrja blómkálsmússu ofan á grýtuna… og spennan magnast.

IMG_2865

Raða ostsneiðum ofan á og inn í ofn í 35 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Hækka þá á grill í 5 mínútur.

Þessi verður algjört rugl og magnið gott fólk…magnið…… græðgismelurinn veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar þessu er hesthúsað ofan í svartholið.

One thought on “Mússaka Naglans

  1. Pingback: Sjoppað í USA | ragganagli

Comments are closed