Klísturskaka

Síðasta kvöldmáltíð Naglans í lífinu verður súkkulaðikaka með rjóma.
Ef valið stæði milli heimsfriðarins og að geta borðað súkkulaðiköku í öll mál alla daga án þess að fitna þyrfti Naglinn alvarlega að hugsa sig um.  Innri sykursnúðurinn hamast daglega og vill fixið sitt en hann er friðþægður með stöðugum blekkingum í formi hollustugúrmetis.

Nýjast af nálinni í þeim geira er klísturskakan. Súkkulaðikaka úr prótíndufti sem tekur 3 mínútur og innan við 150 kcal í kvikindinu. Viljið þið ræða þessa uppgötvun?

Ef eitthvað á að fá Nóbelinn þá er það þessi dásemd.

Klísturskaka-1

 

Klísturskaka
1 skammtur

1 skófla casein prótín (Naglinn notar þetta)
1 eggjahvíta
3 tsk kókoshnetuhveiti (fæst í Kosti)
2 tsk Hershey’s ósætað kakó (fæst í Kosti)
1/2 tsk lyftiduft
vatn

1. Blanda öllu saman í skál og bæta vatni þar til deigið verður að þykkum massa.

2. Setja plastfilmu yfir skálina

Klísturskaka-2
IMG_2922

3. Inn í örbylgju í 3 mínútur eða þar til kakan hefur losnað frá brúnunum

4. Hvolfa á disk og njóta með prótínflöffi eða horuðum sprauturjóma til hátíðarbrigða.

Klísturskaka-3

2 thoughts on “Klísturskaka

  1. Pingback: Flöffmeister 3000 – Jarðarberjagleði | ragganagli

  2. Pingback: Horað súkkulaðikrem | ragganagli

Comments are closed