Bakaður eplakökugrautur

Eplakaka er mikið uppáhaldsát hjá Naglanum og hendir reglulega í eplaböku sem er snædd með ís OG þeyttum rjóma, yfirleitt snætt með tveimur skeiðum og öllum puttum í graðgiskasti.
En nú þarf ekki lengur að bíða eftir frjálsri máltíð til að smyrja snúðinn með eplakökugleði, eftir að hafa uppgötvað þessa kombinasjón í morgungleðina.

IMG_3025

Bakaður eplakökugrautur

1 skammtur

Grautur:
40g haframjöl
2 mæliskeiðar HUSK
1/2 tsk lyftiduft
klípa salt
1-2 tsk Chia fræ
vatn eftir þykktarsmekk – Naglinn notar 5 dl vatn = meiri grautur fyrir græðgismel

Epla-kompót:
epli skorið í teninga

1 tsk kanill
1/2 tsk vanilla
1/2 tsk Apple Pie spice (keypt á http://www.iherb.com)
vatn til að þekja botninn á pönnu

IMG_2988

1. Hita pönnu í meðalhita, bæta vatni og kryddi við og leyfa að sjóða aðeins.
2. Bæta eplum út á pönnu og steikja þar til mjúk í gegn.

IMG_2993

3. Gumsa innihaldi grauts og eplakompóti ásamt safanum af pönnunni saman í eldfast mót.
4. Hræra saman með gaffli.

5. Baka á 170°C í 35 mínútur.

 

stewed apple oatmeal (6)

 

Öööönaður með vanillu-eggjahvítuflöffi og Walden Farms Apple Butter….. eins og að borða eplaköku með þeyttum rjóma…. jeraðsegjaykkurða.