Horuð flatbaka

Hér er frábær hugmynd að nýtingu á hinu dásamlega blómkáli í holla og gómsæta flatböku… hverjum datt það eiginlega í hug fyrst???
En þessa böku má sannarlega gúlla með góðri samvisku og tilvalin í dinner í byrjun vikunnar þegar
kjötsviti og sykurtremmi ríður húsum eftir helgina og mörgum finnst að þeir þurfi aldrei að borða aftur.
Eina sem útfyllt magaholið kallar á er eitthvað ofur létt, hollt og hreint takk för….

cauliflower pizza

En það má samt ekki verða þurrelsinu og einhæfninni að bráð þegar kemur að hollum mat, því þá verða bragðlaukarnir móðgaðir og sinnið pirrað.  Hvað gerist þá? Jú, uppgjöfin mætir á svæðið og sogar þig í svartholið sitt.