Eldsnöggar og snarhollar nautavefjur

 

IMG_1248

 

Stundum er maður bara latur og nennir ekki að dúllast í eldhúsinu. Stundum er vesen og umstang í snæðingum bara óyfirstíganlegt verkefni. Stundum þurfa hlutirnir bara að gerast hratt og án umhugsunar.

Inn stíga þessar vefjur sem taka enga stund og ekki þörf að nostra og nudda við neitt.
Það besta er að þetta er hálfgerð naglasúpa sem má nýta það sem finnst í ísskápnum.

 

IMG_1246

Uppskrift

3-4 skammtar

450g hakk (4%) fæst í Kjöthöllinni
1/2 laukur
1/2 rauð paprika
5-6 sveppir
1 hvítlauksrif marið
1/2 dós hakkaðir tómatar
1 tsk tómatpúrra
rifin gulrót
rifið zucchini
krydd: Season all, 1/2 tsk Ceylon kanill (Himnesk hollusta), sjávarsalt, 1/2 tsk NOW kakó, pipar, oregano

 

NOW cocoa yggdrasill_kanill_97

 

IMG_1250

Aðferð:
1. steikja lauk, papriku, sveppi, hvítlauk
2. bæta hakki við og steikja þar til brúnt. Krydda eins og vindurinn.

3. Rúlla hakkgumsinu inn í heilhveiti eða low-carb tortillu, slumma horaðri tzatziki ofan á, rifinn ostur ofan á (naglinn notar þennan), rifið iceberg.
4. graðga í smettið ekki nema kortéri síðar.

 

Allt stöffið fæst í Nettó

nettó-lógó