Hér í Danaveldi skín sólin þessa dagana og vorið lúrir handan við hornið og bíður færis að stökkva fram. Þá lifnar heldur betur yfir borginni og má sjá fólk sleikja þá gulu eftir langan vetur. Fólk sleikir líka ís í brauði á hverju torgi og bekk.
Enda er sólskin og ísát dúett sem var skapað af alheiminum.
Hér er uppskrift að horuðum og hitaeiningasnauðum ís sem er hliðhollur okkur sem eigum erfitt með mikinn laktósa eins og finnst oft í ís og viljum vita innihald og hitaeiningar í því sem rennur niður ginið
Bláberjaís
1 skófla NOW casein prótín eða Sunwarrior vegan prótín
1 tsk Xanthan gum
1 dl mjólk að eigin vali (möndlu/kókoshnetu/belju/soja)
200 g frosin bláber
4-5 Blueberry Pomegranate Better Stevia dropar
Aðferð:
- Hella öllu saman í blandara eða hræra saman í skál með töfrasprota.
2. Hella í box og setja í frystinn í 3-4 klukkustundir.
3. Hræra í gumsinu á 20 mínútna fresti til að halda mýkt og koma í veg fyrir ískristalla.
4. njóta eins og ljónið.
Allt stöffið í ísinn fæst í Nettó.