Ný vika í aðsigi og nýr kjötlaus mánudagur.
Hér kemur uppskrift að sáraeinföldu og fljótlegu gratíni.
Hver hefur tíma til að snuddast í eldhúsinu þegar eyða má mínútunum frekar í eitthvað sem skiptir máli eins og gæðastundir með familíunni?
Þessa má líka aðlaga að því sem til er í ísskápnum og tilvalið að henda afgöngum gærdagsins í partýið. Naglinn er sérstök talskona þess að minnka matarsóun í heiminum.
Uppskrift
1 eggaldin
5-6 sveppir
3 tómatar
1/2 dós svartar baunir
1/2 laukur
1 msk tómatpúrra
nokkrar ostsneiðar
Krydd: paprikuduft, salt, pipar, kanill, chili, hvítlauksduft
Aðferð:
- Skera eggaldin, lauk og sveppi og snöggsteikja á pönnu þar til mjúkt. Bæta tómötum, baunum, púrru útí og leyfa þeim að malla og bralla saman í smástund. Krydda eins og vindurinn
- Gumsa öllu í eldfast mót. Þrykkja í ofninn á 200° í 20-25 mínútur. Málið er dautt.
Með þessu gratíni er ööönaður að slurka smá horaðri pítusósu Naglans á kantinn ásamt góðu salati og grjónum.