Mokkakaka í bolla…. Mokkasína

IMG_1230

 

Það er eitthvað ávanabindandi við baunaprótínbragð. Þeir sem hafa smakkað og brúkað það í heilsubakstur skilja mjúkheitin og lekkerheitin sem það gefur í bakkelsið. Þegar það síðan blandast við kakó og kaffibragð þá fara öll skilningavit á fullt.

Sambland af kaffi og súkkulaði gefur henni rétt á að heita mokkakaka… eða mokkasína eins og Naglinn kallar hana.

Í þessa kombinasjón er brúkuð Sistema örbylgjuskál og kvikindið örrað í 3 mínútur og málið er dautt. Ekki nema 150 hitaeiningar frá toppi til táar.

Þessi er dásamleg í kvöldsnæðing og verður slafrað næstu dagana yfir nýjustu seríunni af House of Cards sem er væntanleg á Flixið á morgun. Halló Kevin Spacey… ég hef saknað þín.

 

Uppskrift
1 skófla Sunwarrior Natural bauna/hrísgrjónaprótín
1.5 msk skyr/kotasæla/silkitófu (laktósafrítt/vegan)
2 tsk skyndikaffi (korn)
1 msk eplamús
1 eggjahvíta
1 tsk lyftiduft
1 mæliskeið NOW HUSK
1/2 – 1 msk NOW erythritol
1 tsk ósætað kakó (t.d Hershey’s)

 

IMG_1227

 

IMG_1206

 

 

 

Aðferð:

  • Hræra saman í skál með töfrasprota þar til orðið að þykku deigi.
    Hella í Sistema örbylgjuskál
    Kjarnorka í örra í 3 mínútur. Hvolfa á disk og leyfa að kólna.
  • Þessi er best daginn eftir og verður eiginlega betri og betri með hverjum deginum sem líður. Geymist auðveldlega í 3-4 daga svo það er þjóðráð að skella í nokkrar í einu.

 

 

20140629_203250

Ofan á má svo skella horuðu súkkulaðkremi Naglans

IMG_9414

 

Allt gumsið í mokkasínuna fæst í Nettó.

nettó-lógó

 

Annars er það að frétta að þessi Under Armour peysa mun héðan í frá hylja nekt Naglans í ræktinni… eða…flottur jakki eins og Raggi Bjarna myndi segja. Sagði hann ekki líka að maður á aldrei of mikið af bleikum spjörum.

IMG_1236