Barbikjú-apríkósu kjúlli- sykurlaus

Ég elska að hollustuvæða hefðbundnar uppskriftir sem innihalda sykur, smjérva og rjóma og finna önnur innhaldsefni sem virka alveg jafn vel í staðinn án þess að gæði eða bragð líði fyrir tilraunamennskuna.

 

Þessi kjúllaréttur hefur lengi verið í uppáhaldi og er mun hitaeiningasnauðari en forfaðir hans en klárast upp til agna af gestum og gangandi.

Með grjónum á kantinn, salat, grilluðu grænmeti og maís… alltaf maís.

Og það besta er að hann er svo ótrúlega fljótlegur að þá gefst meiri tími til að vera æðislegur.

Ég bý alltaf til mína eigin sykurlausu barbikjúsósu úr sykurlausri tómatsósu og smoke bragðefni.

Í staðinn fyrir apríkósumarmelaði eins og í upphaflegu uppskriftinni notaði ég alíslensku sykurlausu apríkósusultuna frá Good Good sem er sætuð með Stevia (fæst í Nettó).

 

Uppskrift:

2 kjúklingabringur og 2 trommukjuðar (læri)
1 dl heimatilbúin BBQ sósa Naglans
1 dl Good Good apríkósusulta
1/2 dl sojasósa
1 dl ISOLA ósætuð möndlumjólk
1 dl Sukrin gold

Aðferð:

  1. Leggja allan kjúllann í ofnfast mót
  2. Setja allt gumsið í sósuna í pott og hita á vægum hita. Alls ekki sjóða samt.
  3. hella sósunni yfir kjúllabitana og stinga í 200°C heitan ofn í c.a hálftíma.