Himneskt hummus

A39A1938

 

Það er fátt sem stenst hummus snúning í gómsæti og lekkerheitum. Ein uppáhalds matargerðin er arabísk, líbönsk og tyrkneskt þar sem maður fær marga litla rétti sem kallast meze og þar er hummus algjört lykilatriði. Eins er það lífsnauðsynlegt með grilluðum kjúklingi og hrísgrjónum. Uuunaður með Oumph. Sjúklegt smurt á tortillur, himneskt með niðurskornu grænmeti, eða bara slummað ofan á brauðsneið.

 

Naglinn býr yfirleitt til sitt eigið hummus úr kjúklingabaunum en um daginn lágu Danir í því í bókstaflegri merkingu, því engar kjúllabaunir voru til staðar í skápunum. Og nennan til að skokka út í búð var í núlli. Þá var höfuðleðrið lagt í bleyti og eitt sem alltaf er til er blómkál enda notað í óteljandi kombinasjónir, bæði sem uppfyllingarefni til að gera meira magn fyrir svartholið og eins eitt og sér á kantinum.

Uppskrift

1 höfuð blómkál
dass salt og pipar
1 hvítlauksrif grillaður
1 msk ólífuolía

1/2 tsk paprikukrydd
1 msk tahini
1.5 tsk sjávarsalt
0.5 dl sítrónusafi
0.5 dl ólífuolía
1.5 dl vatn

 

A39A1942

Aðferð:

1:stilla ofn á 200 og blástur
2.skera blómkál í blóm og setja í smellupoka ásamt 1 tsk olíu salti og pipar og hrista eins og stélfjöður
3.rista í ofni í 40 mínútur þar til gullinbrúnt
4. rista líka hvítlauk á sama tíma

5. Henda blómkáli og hvítlauk í blandara ásamt rest af innihaldinu og blanda þar til verður að sjúklegum mjúkheitum. Bæta við vatni eftir þykktarsmekk. Naglinn vill hafa það mjög þykkt.

hummus-blandari

 

A39A1914

Ljósm. Árni Torfason

One thought on “Himneskt hummus

  1. Pingback: Tjásaður kakókjúlli – Ragga Nagli

Comments are closed