Guðdómlegur grillkjúlli með dásamlegu meðlæti

Eftir að hafa spænt malbik Reykjavíkur í maraþoninu er mikilvægt að eldamennskan sé einföld og fljótleg því yfirleitt eftir slík átök er nennan í núlli til að snuddast mikið í eldhúsinu.   Því er upplagt að henda á grillið prótíngjafa beint í hungraða vöðvana. Hrísgrjón í pott til að fá góð kolvetni sem hefja prótínmyndun […]

Read More…

PartýDívur – Allskonar gómsætar ídýfur

Það er ekkert partý nema með dýfur. Þessar dýfur eru svo gordjöss að þær eru meira dívur. Ef þær væru manneskjur myndu þær heimta appelsínur tíndar af börnum í Nepal baksviðs á tónleikum. Dívur eru algjört möst í forrétt með góðu brauði og niðurskornu grænmeti. Dívurnar geta svo fært sig yfir á matarborðið og dansað […]

Read More…

Rauðrófuhummus sem fær þig til að gleyma stað og stund

Haustið er tími rótargrænmetis og hér í Danaveldi svigna hillur undan rauðrófum, hvítum rófum, næpum, gulrótum, kartöflum, sætum kartöflum. Og þegar haustlægðirnar herja á gluggarúðuna er fátt meira kósý en að reima á sig svuntuna og skella í eitt gómsætasta hummusið á byggðu bóli. Bara með ferskum og flúnkunýjum hráefnum. Glúteinlaus. Sykurlaus. Mjólkurlaus. Vegan… you name it… […]

Read More…

Aspashummus

  Naglinn hangir utan í veganismanum eins og barn sem vill vera með í snú-snú leik en þorir ekki að taka skrefið. Sleikir sig á rúðuna og mænir löngunaraugum á girnilega baunarétti. Slefar yfir sætkartöflusúpum. Hugsar klámfengið um hummus. Með sleftaum út á kinn yfir Oumph kássu En þú getur alveg verið hvoru tveggja. Kjetæta […]

Read More…

Himneskt hummus

  Það er fátt sem stenst hummus snúning í gómsæti og lekkerheitum. Ein uppáhalds matargerðin er arabísk, líbönsk og tyrkneskt þar sem maður fær marga litla rétti sem kallast meze og þar er hummus algjört lykilatriði. Eins er það lífsnauðsynlegt með grilluðum kjúklingi og hrísgrjónum. Uuunaður með Oumph. Sjúklegt smurt á tortillur, himneskt með niðurskornu grænmeti, […]

Read More…

Sósulaus matur er sóun á áti

Naglinn segir að matur án sósu sé sóun á góðu áti… reyndar segir Naglinn hið sama um berrassaða súkkulaðiköku án þeytts rjóma en það er annar handleggur og efni í annars konar pistil. Það eru til svo ótal möguleikar á hollum einföldum og fljótlegum sósum sem eru ekki sprengfullar af mettaðri fitu og milljón einingum […]

Read More…