Það er ekkert partý nema með dýfur. Þessar dýfur eru svo gordjöss að þær eru meira dívur.
Ef þær væru manneskjur myndu þær heimta appelsínur tíndar af börnum í Nepal baksviðs á tónleikum.
Dívur eru algjört möst í forrétt með góðu brauði og niðurskornu grænmeti.
Dívurnar geta svo fært sig yfir á matarborðið og dansað á kantinum með kjötinu, kartöflunum, hrísgrjónunum og hvaða kræsingum sem boðið er uppá.
Hummus er besti vinur Aðal um þessar mundir og hefur verið lengi. Ég bý til mitt eigið sem er aðeins horaðri varíasjón en það sem fæst í sjoppunum. Og náttúrulegra og laust við aukaefni og rotvarnarefni.
Ég helli dívunum síðan í gamla sultukrukku með skrúfuloki og geymi í kæli í 4-6 daga.
Nýjasta æðið er síðan Avocado aioli sem ratar nú á hvert einasta matarborð… og stundum borðað beint úr dollunni með skeið… djók… eða ekki…..
Hér koma uppskriftir að nokkrum heimagerðum eðal dívum.
Rauðrófuhummus. Sítrónuhummus. Tzatziki. Avocado aioli
Sítrónuhummus
1 dós Himnesk hollusta kjúklingabaunir
1 msk ólífuolía
1 msk vatn
2 msk safinn af kjúklingabaunum
1 msk Monki tahini (sesamsmjör)
klípa salt
Rifinn börkur af einni sítrónu
Safi af 1/2 kreistri sítrónu
1 kraminn hvítlauksgeiri
* Hræra öllu saman með töfrasprota þar til mjúkt og gordjöss
Tzatziki
2 msk 5% sýrður rjómi
2 msk hreint skyr (Örnu eða venjulegt) eða kvark
1/2 agúrka rifin á rifjárni
1 kreistur hvítlauksgeiri.
klípa salt
* Hræra öllu saman með skeið. Geymist í kæli í 4-5 daga.
Rauðrófuhummus
1/2 soðin eða bökuð rauðrófa
1 dós Himnesk hollusta kjúklingabaunir
1 msk ólífuolía
1 msk vatn
2 msk safinn af kjúklingabaunum
1 msk Monki tahini (sesamsmjör)
klípa salt
1 kraminn hvítlauksgeiri
1 tsk kúmín (ath! ekki kúmen)
* Hræra öllu saman með töfrasprota þar til mjúkt og gordjöss
Avocado aioli
3 meðalstór avocado (vel þroskuð)
2 msk horað mæjónes (Lighter than light eða Light) fæst í Nettó
2 kreistir hvítlauksgeirar
klípa sjávarsalt
Hræra saman með töfrasprota þar til silkimjúkt. Geymist í lokuðu íláti kæli í 4-5 daga. Gott ráð að kreista sítrónu yfir til að koma í veg fyrir að verði brúnt að ofan.
Færslan er unnin í samstarfi við Nettó og Himnesk Hollusta
Pingback: Sjúklega gómsætt BBQ bakað blómkál – Ragga Nagli