Sætt án sykurs – fræðsla um allskonar sætuefni

Ekki allir vilja fylla vélindað af sykri og smjeri í uppskriftum sínum þar til vömbin biðst vægðar, og leita því logandi ljósi að hollari valkostum til að líða betur en jafnframt taka þátt í gleðinni.

Þá eru mörg vopn í vopnabúri hollustumelsins sem hægt er að grípa í.

 

Það er til dæmis barnaleikur einn að skipta út Dansúkker strausykrinum í bakstri, því úr hillum matvöruverslana flæða hitaeiningasnauðari og náttúruleg sætuefni sem hafa ekki áhrif á blóðsykur.

En fyrir mörgum er jafn auðvelt að átta sig á notkun og muninum á þeim eins og að krafsa sig fram úr krosseignatengslum gömlu bankanna fyrir hrun.

Hér er því stutt samantekt sem vonandi kemur að gagni í næstu búðarferð.

 

Eina alveg náttúrulega sætuefnið er Stevia.

 

Hin sætuefnin hafa flest OL-endingu í nöfnum sínum eins og Erythritol og Xylitol sem gefur til kynna að síðasta vinnslan er í verksmiðju þó restin sé eins náttúruleg.

En stefna NOW vörumerkisins er þó að hafa afurðir sínar gæðavottaðar, lífrænar, hreinar og lausar við öll aukaefni.

 

 

Erythritol

Sætuefnið Erythritol eða Eiríkur eins og ég kalla hann stundum, er sykur alkóhól sem hefur verið samþykkt sem fæðubót . það er framleitt úr glúkósa sem er fermentarað úr geri. Erythritol er 60-70% jafn sætt og súkrósi en nánast hitaeiningasnautt eða um 95% færri hitaeiningar en í sykri.

Erythritol hefur ekki áhrif á blóðsykur, ekki áhrif á glerung tanna, og er nánast alveg frásogað í líkamanum

Erythritol er alveg eins í áferð og sætustuðli og sykur og því hægt að skipta út í sömu hlutföllum við sykur í uppskriftum.

Ef uppskrift segir 1 bolli sykur, geturðu notað 1 bolla erythritol í staðinn.

90% af erythritol er frásogað áður en það nær niður í þarmana og veldur því ekki laxative áhrifum eins og mörg önnur sætuefni eins og maltitol. Að sama skapi er það erfiðara fyrir bakteríur að melta og því ólíklegri til að valda vindgangi og uppþembu eins og maltitol, sorbitol og lactitol.

Erythritol er unnið úr sveppum, geri, maís og soja. Notað til jafns við magn sykurs til að skipta út í uppskriftum.

Engar aukaverkanir fyrir utan óhljóð í maga. Gríðarleg óhófleg notkun getur þó valdið niðurgangi en eins og með bláa M og M’sið og Sprite þá erum við að tala um heilu baðkörin.

 

Stevia

Sætuefnið Stevia eða Stefán eins og ég kalla hann stundum, er eina alveg náttúrulega sætuefnið sem kemur 100% úr náttúrunni. Plantan Stevia vex villt víða og finnst mikið í Suður-Ameríku. En hún er ræktuð víða í gróðurhúsum og er Kína einn stærsti útflutningsaðili hennar.

Það er biturt bragð sem líkist lakkrísbragði af plöntunni sjálfri sem oft kemur í gegn ef mikið magn er notað. Það er þó einstaklingsmunur

Stevia fer ekki út í blóðrás og hentar því vel fyrir fólk á kolvetnasnauðu og/eða hitaeiningasnauðu fæði

Hefur verið notað í S-Ameríku sem sætuefni í mat í meira en 1.500 ár. Laufin hafa verið notuð í margar aldir í Brasiliu og Paraguay til að sæta te og lyf.

Það var ekki fyrr en 1980 þegar fótanuddtæki og Sódastrím að Stefán fór að verða vinsæll á skólaböllunum í allskonar þyngdartapsblöndur.

Stevia hefur verið notað í Coca Cola og Pepsi sem sætuefni.

Evrópska fæðuöryggisstofnunin gaf út að öruggt magn er 4 milligrömm per kíló af líkamsþyngd. Sem þýðir að 60 kg kona getur innbyrt 240 mg af Stevíu. Stefán er langsætastur í bekknum. Hann er miklu sætari en sykur, og því langtum sætari en Eiríkur bekkjarbróðir hans.

Hann er svo sætur að einungis þarf ogguponsu magn.

Hálf teskeið er oft alveg nóg til að sæta hvað sem er. Ef þér finnst þurfa meira skaltu bæta bara ¼ til ½ tsk í viðbót og smakka til.

 

Það er því ansi erfitt að fara svo hátt í Steviu neyslu að alvarlegar afleiðingar hljótist af.

Xylitol

Sætuefnið Xylitol hægt að nota á sama hátt og erythritol. Það er þó grófara í áferð og  margir þekkja þetta sætuefni úr tyggjópökkum. Xylitol er fínn staðgengill fyrir erythritol, en sumir finna þó smá málmbragð í gegn.

Ef uppskrift segir 1 bolli sykur geturðu skipt því út fyrir 1 bolla Xylitol.

 

NOW Better Stevia dropar eru eins og Stevia duft nema í vökvaformi og sumir með bragði.

Þeir fást til dæmis í kókoshnetu, vanillu, karamellu, bláberja og trópíkal.

Aðeins 4-7 dropar út í bakstur, grauta, prótínsjeika, skyr, súrmjólk og jafnvel kaffi geta dimmu í dagsljós breytt.

 

Aðrir góðir sætugjafar eru hunang, hlynsíróp, kókospálmasíróp, FiberSirup.  En athugið að þeir eru ekki allir hitaeiningasnauðir og sumir hafa áhrif á blóðsykur.

Vonandi veitti þessi litli greinarstúfur nokkur vopn til að höggva sér leið í gegnum sætuefnafrumskóginn í heilsuganginum í næstu verslunarferð.

Allir sætugjafarnir fást í Nettó.