Prótínbúðingur – uppáhalds uppáhaldið

Naglann kennir til í hjartanu að heyra um þá sem aðhyllast  “borða ekkert eftir kl. 19”. Það er ljót regla sem tröllreið lýðnum á áttunda áratugnum innan um SódaStrím og bumbubana og því miður er þessi bábilja prédikuð ennþá í lífsstílsráðleggingum.

Ef Naglinn fengi ekkert í mallakút fyrir svefninn kæmi ekki blundur á brá af sturluðu hungri og það sem verra er, kjötsöfnunin myndi fljótlega hverfa í hyldýpi niðurbrots og katabólisma í föstu næturinnar.

Kvöldstund Naglans felst nefnilega í prótínbúðingsslafri í smettið, með hnausþykku hnetusmjöri á kantinum. Unaðssæla hríslast um skrokkinn og hann fer himinsæll og saddur í bólið.

Og hvernig útbýr maður svona dásemd?

Naglinn notar súkkulaði mokka Whey delite frá Scitec  því það verður þykkt og jammí.

Fyrst er klaki mulinn í mél í blandaranum. Mjög mikilvægt að nota ekki of mikið og ekki of lítið.
Eftir margra ára reynslu er Naglinn búin að finna hárnákvæmt magn fyrir rétta þykkt sem passar við áferðarperrann. En þið getið leikið ykkur með hvaða magn hentar perranum í ykkur.

Næst er súkkulaðiprótíndufti, koffínlausu Neskaffi og xanthan gum skóflað ofan á klakann og 100 ml af vatni hellt yfir det hele.  Betra er að setja lítið vatn og bæta frekar við eftir smag og behag hvers og eins.

 

 

Stundum fá kókosdropar (Halló Bounty) eða English Toffee Stevia dropar (Halló Rolo) að fljóta yfir gleðina.

 

Næsta skref er að blanda öllu gumsinu saman á hægasta snúningi til að fá búðingsþykktina.  Á Kitchen Aid brjálæðingnum er það klaka-stillingin.

Svona lítur svo dýrðin út fullblönduð og tilbúin til snæðings. Hnausþykkt og dásamlegt.

 

Skeiðinni dýft fyrst í hnetusmjörið og svo í búðinginn, sleikt í öreindir og sæluhrollurinn hríslast um munnholið.  Eins og að borða gult M&M’s á hverju kvöldi.

Eru einhverjir farnir að slefa á lyklaborðið?

6 thoughts on “Prótínbúðingur – uppáhalds uppáhaldið

  1. Pingback: Kvöldsnæðingar | ragganagli

  2. Pingback: Flöffedí flöff | ragganagli

  3. Pingback: iHerb… ILoveyou | ragganagli

  4. Pingback: Búðingablæti | ragganagli

  5. Pingback: Svona rúllar Naglinn | ragganagli

  6. Pingback: Skinhoruð súkkulaðimússa | ragganagli

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s