Dalgona kaffi prótínsjeik

  Dalgona kaffi er að sprengja internetið og samfélagsmiðla um þessar mundir og allir og frændi þeirra keppast að pósta myndum á samfélagsmiðla af sötri á þessum kóreska kaffidrykk. Dalgona er eins og cappucino á hvolfi með freyðandi kaffiflöffi ofan á heitri eða kaldri mjólk. En hvað með að skúbba kaffiflöffi ofan á hnausþykkan vanilluprótínsjeik? […]

Read More…

Hreint prótínduft – kameljón heilsumelsins

Það þarf ekki að tæma sparibaukinn og sjoppa fleiri fleiri dollur af hinu og þessu duftinu. Mörg prótínduft eru líka full af miður heilsusamlegum fylliefnum, sætuefnum, aukefnum sem oft fara ekki vel í maga og keyra upp prísinn á dollunni. Oftar en ekki bragðast duftin miður geðslega og einungis ein skeið ratar í munninn með […]

Read More…

Ostatortillur Naglans

Naglinn elskar vefjur. Það er eitthvað sem fullnægir áferðarperranum við að sökkva tönnunum í upprúllaðan vöndul þar sem innvolsið gumsast út og inn í munnholið. Vefjur eru á borðum nokkrum sinnum í viku og það sem er dásamlegast er að þær geta tekið á sig allra kvikinda líki eftir því hvaða krydd eru brúkuð eða […]

Read More…

Lágkolvetna súkkulaðikaka – sjúkleg mjúkheit

  Þessi lágkolvetna súkkulaðikaka gott fólk. Ó svo mjúk, ó svo horuð, ó svo einföld, ó svo fljótleg… hvað er hægt að biðja um meira í þessu lífi? Frábær í kvöldsnæðing. Ekki fitja uppá nefið og afskrifa baunaprótín sem einhvern horbjóð. Þetta prótínduft er ekki gúrmeti í sjeik, en algjör dásemd í prótínbakstur því það […]

Read More…

Matreiðslunámskeið Röggu Nagla, Ísland 16-19. júní

Naglinn hélt þrjú frábær og skemmtileg matreiðslunámskeið á Íslandi dagana 16,-18. og 19. júní með dyggum stuðningi frá NOW á Íslandi og Fitness Sport Faxafeni. Hátt í áttatíu manns  tóku þátt í gleðinni yfir þessa þrjá daga og lærðu allskonar gúmmulaðisgerð og fóru vonandi með gott veganesti til að gera heilsulífið að dansi á rósablöðum. Leyfum […]

Read More…

Flöffmeister 3000 – Jarðarberjagleði

Margir vaða villu og svíma þegar kemur að uppbyggingu líkamans, og halda að til að skarta fallegum vexti þurfi að sleikja sig á horrimina með aumingjalegt kálblað. En það er hægt að leika sér endalaust með matinn og kokka upp kaloríusnauðar en samt skemmtilegar kombinasjónir af gúmmulaði. Naglinn er með óendanlegt magamál, og er stundum […]

Read More…

Hvítt-súkkulaði-kókos-unaður – prótínsjeik

Naglanum finnst prótínsjeikar mjög skemmtilegt át en þeir þurfa að vera þykkari en trélím og snæddir með skeið til að vekja hamingju í hjartanu. Bóndinn er með meira lattelepjandi tungu og vill hafa sínar kombinasjónir drekkanlegar úr glasi. Þar sem hann er stríðalinn og ofdekraður af spúsu sinni í matarmálum er að sjálfsögðu orðið við […]

Read More…

Kvöldsnæðingar

“Fastaðu alveg eftir kl. 19” “Ekki borða neitt eftir kvöldmat” “Alls ekki borða þremur tímum fyrir svefn.” Margir fá gyllinæð af stressi yfir að borða rétt fyrir svefn því þeirri firru hefur verið troðið í sárasaklausan pöpulinn að allt sem þú borðar eftir kvöldmat breytist í fitu á núll einni yfir nóttina. Þetta atriði sker […]

Read More…

Kjötsöfnun er góð skemmtun

Naglinn hefur aldrei fengið blóðnasir, 7,9,13, en er ansi nálægt því þegar frasinn: “En hann er nú svo grannur, hann þarf ekkert að fara í ræktina” hrýtur af vörum náungans. Að halda fram að samasemmerki sé milli þess að vera með grannan líkamsvöxt og vera í góðu formi færir æðaveggina í nasavængjum Naglans að sprengimörkum […]

Read More…

Prótínbúðingur – uppáhalds uppáhaldið

Naglann kennir til í hjartanu að heyra um þá sem aðhyllast  “borða ekkert eftir kl. 19”. Það er ljót regla sem tröllreið lýðnum á áttunda áratugnum innan um SódaStrím og bumbubana og því miður er þessi bábilja prédikuð ennþá í lífsstílsráðleggingum. Ef Naglinn fengi ekkert í mallakút fyrir svefninn kæmi ekki blundur á brá af […]

Read More…