Flöffmeister 3000 – Jarðarberjagleði

Margir vaða villu og svíma þegar kemur að uppbyggingu líkamans, og halda að til að skarta fallegum vexti þurfi að sleikja sig á horrimina með aumingjalegt kálblað. En það er hægt að leika sér endalaust með matinn og kokka upp kaloríusnauðar en samt skemmtilegar kombinasjónir af gúmmulaði.

Naglinn er með óendanlegt magamál, og er stundum viss um að magalíningarnar séu úr gúmmíi frá Sólningu, því matarlysting jafnast á við fullvaxta hafnarverkamann og magnið sem túttan getur troðið í smettið er á ólympískan mælikvarða og þarf mikið af mat til að malli og sál séu sátt.

Þess vegna flöffar Naglinn títt, því heil Kitchen Aid skál af Hr. Flöffmundi gerir svartholið hamingjusamt… og Naglinn sleikir skálina til að ná hverri örðu upp án þess að blikka auga.

IMG_3851

Jarðarberja-vanilluflöff

150-180g frosin jarðarber (verða að vera frosin)
1 dl möndlumjólk/Fjörmjólk/vatn
1 skófla NOW hreint caseinprótín.
1/2 tsk xanthan gum (þykkelsi og stífelsi í flöffið)
4-5 dropar Better Stevia French vanilla

IMG_3855

 

IMG_5345 now casein

1. Allt sett saman í hrærivélaskál
2. Hræra með töfrasprota þar til orðið að þykku gumsi

IMG_3848

IMG_3844

3. Hræra með þeytara í hrærivél í 1-2 mínútur þar til orðið að pikkstífu og gómsætu flöffi.

IMG_3846

Voilá…. dásamlegt flöff reddí að ylja vélindanu og þykkelsiseffektinn gleður áferðarperra nær og fjær.

IMG_3849

Búðu þig undir klínískt eftirátsþunglyndi. Það eru engar gleðipillur sem vinna á þessum þátíðarátksvíða, eina í stöðunni er að bíða eftir næsta degi með nýju flöffi… nú eða fá sér mörg á dag…. neeiiii heil fæða hefur alltaf vinninginn framyfir duft.

fluff3 (1)

Og hvenær slurkar maður þessu í sig? Möguleikarnir eru mýmargir: ofan á grautargleði, sem krem á einmana súkkulaðiköku eða gulrótaköku, í millimál með brytjuðum ávöxtum, eftir æfingu með amerísku dísætu morgunkorni. Rice Krispies eða Coco Pops passar voða vel útí þessa gleði.
Á kvöldin með hnetusmjör á kantinum, eða hökkuðum hnetum/möndlum… æ nei, lyklaborðið er ónýtt af slefi…..

4 thoughts on “Flöffmeister 3000 – Jarðarberjagleði

  1. Pingback: Diet kók súkkulaðikaka…. say what??’ | ragganagli

  2. Pingback: Súkkulaðikaka í bolla | ragganagli

  3. Pingback: Svona rúllar Naglinn | ragganagli

  4. Pingback: Horað súkkulaðikrem | ragganagli

Comments are closed