Ostatortillur Naglans

Naglinn elskar vefjur. Það er eitthvað sem fullnægir áferðarperranum við að sökkva tönnunum í upprúllaðan vöndul þar sem innvolsið gumsast út og inn í munnholið. Vefjur eru á borðum nokkrum sinnum í viku og það sem er dásamlegast er að þær geta tekið á sig allra kvikinda líki eftir því hvaða krydd eru brúkuð eða hvaða lekkerheit fara í fyllinguna.

 

20140929_124401

 

 

 

Naglinn notaði næringarger í þessar elskur til að fá ostabragðsfílinginn og þessi átupplifun sendi áferðarperrann beint í áfallahjálp. Af hverju hafði Naglanum ekki löngu dottið í hug þessi kombinasjón???

 

IMG_8649

Uppskrift
2 stk

150 ml (5 stk) eggjahvítur
1/2 skófla NOW baunaprótín
1 msk Psyllium Husk
1
 msk Naturata næringarger
1/2 tsk hvítlauksduft
salt og pipar

 

* Allt stöffið fæst í Nettó.

 

1. Blanda öllu saman með töfrasprota þar til engir klumpar lengur.

2. Slumma helming af deiginu á sjóðandi heita smurða/spreyjaða pönnu og dreifa vel úr. Lækka niður í miðlungshita.
3. Snúa við eins og pönnuköku þegar hún er orðin þurr á mallanum og steikja í 1-2 mín
4. Endurtaka leikinn fyrir hinn helminginn af deiginu.

Voilá… tvær gómsætar berrassaðar vefjur bíða fyllingar.

 

20140929_124242

 

Á tímum þar sem matarsóun er í hámarki eru vefjur haukur í horni því það má dúndra í þær afgöngum gærdagsins eða hvaða gúmmulaði sem ísskápurinn hefur að geyma og búa til lekkera máltíð á nó tæm.

 

 

20140925_120827

 

Lágkolvetna. Hitaeiningasnauðar (200 kcal). Glúteinlausar. Fljótlegar. Gómsætar.
Naglinn bíður svo bara eftir þakkarbréfunum frá ykkur.