Þessi lágkolvetna súkkulaðikaka gott fólk.
Ó svo mjúk, ó svo horuð, ó svo einföld, ó svo fljótleg… hvað er hægt að biðja um meira í þessu lífi? Frábær í kvöldsnæðing.
Ekki fitja uppá nefið og afskrifa baunaprótín sem einhvern horbjóð. Þetta prótínduft er ekki gúrmeti í sjeik, en algjör dásemd í prótínbakstur því það gerir bakkelsið að mjúkelsi undir tönn.
Lágkolvetna súkkulaðikaka
1 skammtur
1 skófla NOW foods pea protein
1 msk ósætað kakó (Hershey’s, fæst í Kosti)
1 tsk NOW psyllium HUSK
1 dl blómkálsmússa (soðið blómkál maukað með töfrasprota)
NOW foods Better Stevia karamelludropar
2 eggjahvítur
2 msk möndlumjólk
2-3 msk vatn
1/2 tsk lyftiduft
1 msk NOW erythritol eða Sukrin gold
Öllu gumsað saman í Sistema örbylgju núðluskál (Nettó) og hræra með gaffli.
Toppa ljúfmetið með horaðri súkkósósu Naglans
2 msk ósætað kakó (Hershey’s)
1 msk NOW hot cocoa
3-4 msk Isola möndlumjólk
Og kökuskraut… alltaf skraut, því lífið er of stutt fyrir óskreytta köku.