Hnetusmjörs ostakaka

 

A39A5548

Gríðarlegur söknuður hefur hríslast um holdið undanfarið eftir horuðu og hollu ostaköku Naglans og því var skellt í eina epíska hnetusmjörsostaköku.
Tíminn stöðvaðist og allar stjörnur sólkerfisins skinu skærar þegar þessi unaður rann niður vélindað.

Hnetusmjörsostakaka

Hnetusmjörsostakaka 

Botn

1 dós kjúklingabaunir
30g hakkaðar heslihnetur
1 msk ósætað Kakó (t.d Hershey’s eða NOW)
1 msk Sykurlaust pönnukökusíróp eða agave eða hunang
2 msk græn ósætuð Isola möndlumjólk (Nettó)

NOW cocoa

1. hella vökva af baunum og hræra öllu gúmmulaðinu nema hnetum saman í botninn með töfrasprota eða í blandara.
2. blanda hökkuðum hnetum saman við gumsið
2. þrýsta öllu vel niður í lausbotna form (20 cm þvermál)
3. baka í 10-15 mínútur meðan fyllingin er gumsuð saman eða þar til orðinn vel tanaður með gullinbrúnan gljáa

Fylling
450g kotasæla
250g hreint skyr/grísk jógúrt/kvark/kesam
2 msk Monki lífrænt hnetusmjör
1 skófla NOW vanilluprótín
2 eggjahvítur (60g)
2 msk NOW erythritol

Peanut-butter-cheesecake-slice

 

1.  Hræra kotasæluna þar til hún hefur losnað við allar unglingabólurnar
2. hræra svo restinni í fyllinguna saman við með sleikju eða töfrasprota. Ekki hræra of mikið því þá koma sprungur í kökuna þegar hún bakast.
3. hella fyllingunni yfir hálfbakaðan botninn
4. baka í 35-40 mínútur á 170°C. Ekki baka í öreindir. Kakan má alveg dilla sér pínulítið eins og sambadrottning í karnivali þegar hún kemur útúr varmanum.
5. Setja í kæli í 2-3 tíma eða helst yfir nótt.

Toppa með horaðri súkkulaðisósu og hökkuðum hnetum.

 

A39A1583
Fortíðarátsþrá hamast nú á hjarnanum og mínúturnar taldar í næsta kvöldsnæðing.

 

Allt stöffið í þessa epísku átgleði fæst í Nettó.

nettó-lógó

 

One thought on “Hnetusmjörs ostakaka

  1. Pingback: Sjoppað í Sverige. Vol. 2 | ragganagli

Comments are closed