– útskrifaðist úr menntaskóla með 5.0 í meðaleinkunn og tvær falleinkunnir– langar í hamborgara og franskar alla daga ársins
– er með komplexa yfir maganum
– notar A-skálar í brjóstahaldara og lítur út eins og skóladrengur í íþróttatopp
– hefur bæði verið of þung og of grönn
– hefur átt óheilbrigt sambandi við mat með ofátsköstum, stífri megrun, sektarkennd og samviskubiti og svart-hvítum hugsunum
-skaðaði alvarlega grunnbrennsluna á sokkabandsárunum með horuðum snæðingum og ómannlegu magni af þolæfingum
– hefur hatast út í líkama sinn, glaðst yfir árangri, íhugað fitusog og lýtaaðgerð, tekið sjálfsmellur í hamingjukasti og grenjað yfir vigtinni.
Í öllu þessu samfélagsmiðlafargani erum við stöðugt að bera okkar líf, líkama, hegðun og hugarfar saman við aðra.
Við teljum okkur trú um að þeirra sýndarveruleiki sem gargar á okkur af Tísti, Fési, Insta, snappi sé hinn fullkomni og að okkar er ekki nóg. Að þeir valhoppi undir regnboga með hvolpum og heyi engar innri eða ytri baráttur.
Út frá brengluðum viðmiðum upplifum okkur sem mislukkuð og að við séum ekki nóg.Aftengdu þig. Taktu pásu og fagnaðu lífinu ÞÍNU. Faðmaðu þá sem þér þykir vænt um, talaðu fallega til líkama þíns og hrósaðu þér fyrir alla litla sigra.Þú ert alveg nóg.