Dalgona kaffi er að sprengja internetið og samfélagsmiðla um þessar mundir og allir og frændi þeirra keppast að pósta myndum á samfélagsmiðla af sötri á þessum kóreska kaffidrykk.
Dalgona er eins og cappucino á hvolfi með freyðandi kaffiflöffi ofan á heitri eða kaldri mjólk.
En hvað með að skúbba kaffiflöffi ofan á hnausþykkan vanilluprótínsjeik?
Útkoman úr þessari tilraunastarfsemi var vægast sagt gördjöss gúrmeti sem tryllti bragðlaukana.
Ég notaði chicken bone broth prótinduft því það fer vel í mallakút og er stútfullt af kollageni sem er lím líkamans fyrir húð, hár og neglur. Eins býr það til filmu á þarmaveggina og stuðlar þannig að heilbrigðri þarmaflóru.
En það má nota hvaða prótínduft sem er í þetta gúrmeti…. mysu, casein, plöntu, bauna… bara það sem þú átt í skápnum.
Innihald
Vanilluprótínsjeik
10-12 klakar
1 skófla NOW chicken bone broth prótínduft (fæst í Nettó)
5-7 dropar vanillu stevia (t.d NOW eða Good Good)
1/2 tsk xanthan gum
150 ml ósætuð möndlumjólk (t.d Isola)
Dömpa öllu stöffinu í góðan blandara.
Hræra á hægri stillingu til að fá búðingaáferð þar til mjúkt eins og barnarass og klakinn allur blandaður við duftið og vökvann.
Dalgona kaffi
2 msk instant kaffiduft
2 msk Sweet like sugar eða NOW erythritol(fæst í Nettó)
2 msk heitt vatn
Þeyta í hrærivél á hæsta hraða þar til stífir toppar myndast.
Hella prótínsjeiknum í glas og toppa með kaffiflöffinu.
Dýfðu svo skeiðinni alla leið í botninn og náðu upp bæði sjeik og kaffiflöffi til að fá hámarksorgíu í munninn.
_______________________________________________________
Færslan er unnin í samstarfi við Nettó, NOW á Íslandi og Good Good.
Afsláttarkóði ragganagli20 á http://www.nowfoods.is gefur 20% afslátt af öllum vörum.