Naglinn hélt þrjú frábær og skemmtileg matreiðslunámskeið á Íslandi dagana 16,-18. og 19. júní með dyggum stuðningi frá NOW á Íslandi og Fitness Sport Faxafeni. Hátt í áttatíu manns tóku þátt í gleðinni yfir þessa þrjá daga og lærðu allskonar gúmmulaðisgerð og fóru vonandi með gott veganesti til að gera heilsulífið að dansi á rósablöðum.
Leyfum myndunum að tala, enda segja þær meira en þúsund orð um stemmninguna og gleðina sem sveif yfir vötnum þessa daga fyrir sumarólstöður.

Að sjálfsögðu notuðum við hina frábæru bragðdropa frá NOW á námskeiðinu enda langsamlega bragðbestu droparnir.
Naglinn þakkar kærlega fyrir frábæra daga með dásamlegum, jákvæðum og skemmtilegum gúmmulaðisgrísum og vonar að þátttakendur hafi fengið hellings innblástur í hollustubakstur og gómsætisgerð.
Næstu námskeið verða á haustmánuðum og verður tilkynnt bæði hér á síðunni og á Facebook. Naglinn er strax farin að hlakka til.