Ha?? heyrði ég rétt? Sextíu kvikindi í súkkulaðiköku? Nei þú ert ekki að valhoppa með Pollýönnu í Múmíndal. Þetta er blákaldur veruleikinn. Það er nefnilega svo gaman að vera heilsumelur.
60 kcal súkkulaðikaka
1 skammtur
1 eggjahvíta
1 msk ósætað kakó (t.d Hershey’s)
1 msk NOW Erythritol
2 msk blómkálsmússa (soðið blómkál og svo maukað með töfrasprota)
1/2 tsk lyftiduft
klípa salt
3 msk ósætuð möndlumjólk (t.d Isola)
NOW karamelludropar.
Aðferð:
1. Þeyta eggjahvítu
2. Blanda rest af innihaldinu saman við eggjahvítuna með sleif
3. Hella deiginu í spreyjað lítið form
4. Örra í 2-4 mínútur (tími fer eftir örra).
Skreyta þessa elsku með horaðri súkkulaðisósu úr Hershey’s ósætuðu kakó (fæst í Kosti), NOW hot cocoa og Isola möndlumjólk. Sáldra svo ósætuðum rifnum kókos frá NOW yfir det hele.
Bon appetit!