Það þarf ekki að tæma sparibaukinn og sjoppa fleiri fleiri dollur af hinu og þessu duftinu. Mörg prótínduft eru líka full af miður heilsusamlegum fylliefnum, sætuefnum, aukefnum sem oft fara ekki vel í maga og keyra upp prísinn á dollunni.
Oftar en ekki bragðast duftin miður geðslega og einungis ein skeið ratar í munninn með tilheyrandi grettum og óhljóðum. Eftir það dagar dunkurinn uppi þar til í næstu allsherjar tiltekt og ruslatunnan gleypir hann í ginið.
Bæ, bæ fullt af þúsund köllum
Hreint bragðlaust prótín er hinsvegar eins og auður strigi málarans, laust við öll aukefni og má bragðbæta eftir smag og behag.
Þarf ekki nema eina dollu í skápinn og fleiri kallar eftir í buddunni til að njóta lífsins lystisemda.
Það þarf annað hvort hreint mysuprótín eða casein prótín.
Áferðarperrinn í Naglanum kýs casein prótín vegna þykktarinnar og það losast hægt útí blóðrás og þú ert saddur lengur. En það má alveg nota hreint mysuprótín en það er þynnra í áferð og losast hraðar útí blóðrás. Það hentar því vel eftir æfingu þegar vöðvarnir öskra á næringu núna, núna, núna.
Í sinn grunnprótínsjeik notar Naglinn 1/2 tsk NOW xanthan gum til að gera gleðina enn þykkari og meiri búðingsáferð. Naglinn vill hafa sinn sjeik svo þykkan að rifbeinin brotni við drykkju og eiginlega þannig að hnífur og gaffall er staðalbúnaður í verkefnið. Allavega skeið.
Síðan er sett smá sætuefni, NOW erythritol, NOW Stevia, Sukrin gold, döðlur, kókoshnetusykur, hrásykur, agave síróp, sykurlaust síróp…. whatteva.
Allskonar grænmeti ratar líka oft í skálina. Blómkálsmússa, zucchini, spínat, grænkál, jarðarberjastilkar, avocado. Þessi atriði eru þykkingarefni náttúrunnar og hleypa upp vítamíninnihaldinu upp í hæstu hæðir. Allir vinna!
Þar á eftir er bragðbætt með dropum, kryddum, duftum, sírópum, og beislinu sleppt af ímyndunaraflinu og því hleypt á gandreið um skápa og skúffur.
Grunnuppskrift: 1 skófla NOW casein prótín, (sætuefni að eigin vali), 1/2 tsk NOW xanthan gum, 100 ml vatn.
Síðan er bætt útí allskonar gleði fyrir átvögl eftir því hvaða kombinasjón tungan gargar á.
Jarðarberja: 2-3 frosin/fersk jarðarber eða jarðarberjadropar
Pimpað jarðarberja: NOW french vanilla dropar + 1-2 fersk/frosin jarðarber
Súkkulaði: 1 msk ósætað kakó, (t.d Hershey’s eða NOW) + sætuefni + klípa sjávarsalt
Vanillu: vanilluduft eða Kötlu vanilludropar
Frönsk vanilla: NOW Stevia French vanilla dropar
Appelsínu: rifinn appelsínubörkur + smá kreista af sínunni
Sítrónu-bláberja: NOW Stevia lemon dropar eða Kötlu sítrónudropar + handfylli frosin/fersk bláber
Mokka: 1-2 tsk instant kaffi + NOW stevia duft (+ vanilludropar)
Karamellu: NOW Stevia karamelludropar
Mintu: Kötlu mintudropar eða söxuð mintulauf
Súkkulaði-mintu: 1 msk ósætað kakó (t.d NOW eða Hershey’s) + Kötlu mintudropar eða söxuð mintulauf
Banana: bananadropar eða 1/2 banana. Frosinn banani gerir kremaðri áferð.
Eplaköku: 1/2 tsk kanill, 1/4 tsk negull, 1/4 tsk engifer, eða 1 tsk apple pie spice + epladropar
Lakkrís: 1-2 tsk lakkrísduft + 1 tsk Sukrin gold
Súkkulaði-lakkrís: 1 msk ósætað kakó (t.d NOW eða Hershey’s) + 1 tsk lakkrísduft + 1 tsk Sukrin gold
Hnetusmjörs: 1 msk jarðhnetuhveiti (Sukrin eða HBerg) + salt + 1-2 tsk Sukrin Gold
Súkkulaði-hnetusmjörs: 1 msk ósætað kakó (t.d NOW eða Hershey’s) + sætuefni + 1 msk jarðhnetuhveiti (Sukrin eða HBerg)
Tropical: Vanilludropar + nokkrir ananansbitar + 1/2 banana eða NOW Stevia tropical dropar
Súkkulaðikókos: 1 msk ósætað kakó + NOW kókoshnetudropar + handfylli rifinn kókos.
Með kollinn stútfullan af hugmyndum, heilahvelin full af þekkingu og slefkirtlana á yfirsnúningi eftir lesturinn er ekkert að vanbúnaði en að henda í sjeik…. sjeikbabalúla balabababú.
Allt stöffið í sjeikagleðina fæst að sjálfsögðu í góssenlandi heilsumelsins Nettó.