Endurheimt eða örmögnun

Þú vaknar eins og þú hafir sofið í frauðplastkúlum makaður í kókosolíu í silkináttfötum frá Guðsteini. Þú mætir á æfingu og reykir járnið vafið upp filterslaust. Bætingar hrannast upp og þú gætir verið með svefnpokapláss í ræktinni og æft sólarhringum saman   Aðra daga ertu jafn öflugur á æfingu og borðtuska klukkan fimm að morgni […]

Read More…

Græni þrumuísinn

    Naglinn er áferðarperri. Allt þarf að vera þykkt. Lepjuþunnir sjeikar valda óhamingju í sinninu og     Sumir drekka grænu þrumuna sína. Úr glasi eða krús. Sumir gera grænu þrumuna svo þykka að hana þarf að borða úr skál. Með skeið. Eða hníf og gaffli. Tekur ekki nema 5 mínútur og málið er […]

Read More…

Hreint prótínduft – kameljón heilsumelsins

Það þarf ekki að tæma sparibaukinn og sjoppa fleiri fleiri dollur af hinu og þessu duftinu. Mörg prótínduft eru líka full af miður heilsusamlegum fylliefnum, sætuefnum, aukefnum sem oft fara ekki vel í maga og keyra upp prísinn á dollunni. Oftar en ekki bragðast duftin miður geðslega og einungis ein skeið ratar í munninn með […]

Read More…

4-mínútna prótínkaka Naglans

Hefur þú aldrei prófað horuðu 4-mínútna súkkulaðiköku Naglans? Hún er appelsínugulur björgunarkútur þegar sykurpúkinn gerir hosur sínar grænar og hvíslar ástarljóðum í eyrað á þér. Hún er haukur í horni þegar réttlætingarnar fyrir að detta niður í sukksvaðið eru við það að ná yfirhöndinni í baráttunni við skynsemina. Og það besta er að hún krefst […]

Read More…

Tíramísú kaffibollakaka

Ef Naglinn ætti tímavél væri ferðinni heitið aftur og aftur í þennan unaðslega morgunmat. Tíramísu kaffibollakaka var það heillin og þátíðarátskvíðinn hríslast nú um holdið með tilheyrandi söknuði og sorg. Ef þín hugmynd um haframjöl er bragðlaus, grár og gugginn grautur ertu fangi eigin ímyndunarafls. Tíramísú kaffibollakaka: 40g malað haframjöl 1 msk NOW möndluhveiti 1 […]

Read More…

Brownies Naglans

Heyrði ég rétt? Skinhoraðar brownies? Úr baunum??  Og ekki nema 45 kcal í bita (ath! ekki allri kökunni). Stöðvið tímann gott fólk, því þessi unaður mun senda ykkur beinustu leið með DHl í útópíu af átgleði. Svartar baunir sem staðgengill hveitis í hollustubakkelsi er mesta snilld sem mannkynið hefur notið góðs af síðan handlóðið var […]

Read More…

Súkkulaði karamellu prótínköppkeiks

  Ef að morgunmaturinn þinn er jafn spennandi og Alþingisumræður um aukningu þorskkvóta ertu múlbundinn í myrkrinu. Matur er ekki bara næring. Matur skiptir okkur öll máli og við eigum öll í mismunandi sambandi við mat. Hollur matur verður því að gleðja okkur og við föllum ekki örend fyrir kökuskrímslinu því máltíðin bragðast eins og […]

Read More…

Búðingablæti

Naglinn er með allskonar blæti, vöðvablæti, bragðdropablæti, grautarblæti og búðingablæti. Hið síðastnefnda stafar eflaust af ólympísku Royal búðingsáti á æskuheimilinu í Fossvoginum því einhver nostalgíufiðringur laumast niður hryggjarsúluna þegar hnausþykkur massinn gumsast úr skeiðinni upp í galopið ginið. Allt sem er þykkt, þykkt og mikið, mikið gleður óendanlegt magamál og matarlyst Naglans. Áður hefur verið […]

Read More…