Súkkulaði karamellu prótínköppkeiks

PhotoGrid_1393789566979   Ef að morgunmaturinn þinn er jafn spennandi og Alþingisumræður um aukningu þorskkvóta ertu múlbundinn í myrkrinu. Matur er ekki bara næring. Matur skiptir okkur öll máli og við eigum öll í mismunandi sambandi við mat. Hollur matur verður því að gleðja okkur og við föllum ekki örend fyrir kökuskrímslinu því máltíðin bragðast eins og ljósritunarpappír. Þess vegna er mikilvægt að finna hollar gúmmulaðisuppskriftir sem halda okkur valhoppandi í lífsstílnum. Snarhollar súkkulaði karamellu köppkeiks í morgunsárið sinnir því hlutverki af alúð og umhyggju.

Súkkulaði karamellu köppkeiks 12 stykki

 • 2 scoops NOW súkkulaði mysuprótín
 • 100 g haframjöl (malað í blandara)
 • 3 msk ósætað kakó (Hershey’s)
 • 120 g graskersmauk (Libby’s)
 • 115 g skyr/grísk jógúrt (1%)/kvark
 • 3 stk (90g) eggjahvítur
 • 120 ml möndlumjólk
 • 1 tsp lyftiduft
 • 1 tsp vanilludropar
 • 2 msk NOW erythriol (Fjarðarkaup,Lifandi Markaður,Nettó)

PhotoGrid_1393789297371

 • Aðferð:
 • 1. stilla ofn á 170°C.
 • 2. Blanda þurrefnunum saman. Blanda blauta stöffinu saman.
 • 3. Hella blöndunni í 12 sílíkón (ekki PIP púða samt) form. Baka í 30 mínútur
 • 4. Leyfa að kólna áður en kreminu er sullað ofan á.

PhotoGrid_1393789382838

Karamellukrem (frosting)
150g /skyr/kvark/grísk jógúrt (1%),
½ skófla NOW casein (hægt að nota mysuprótín en verður ekki eins þykkt)
1 msk ósætað kakó (Hershey’s eða NOW)
1/2 msk NOW erythritol.
NOW Better Stevia karamellu

Allt stöffið í góðgætið fæst í Nettó nema graskersmauk sem fæst í Kosti og Hagkaupum

  Naglinn garanterar að þú sprettur framúr rúminu við fyrsta hanagal þegar þessi gleði bíður þín í ísskápnum og með gleði í hjartanu og hollustu í mallanum valhopparðu inn í nýjan dag.