Súkkulaðiappelsínumússa

Súkkulaði og appelsína er kombinasjón sem minnir okkar kynslóð bara á kattatungur og heimsóknir í teppalagt Þjóðleikhúsið.
Naglann langaði allsvakalega að gera hollustugómsæti úr þessu bragðkombó sem dansar á tungunni. Úr varð súkkulaðiappelsínumússa úr grindhoruðum hráefnum og allir eru glaðir, bæði átvaglið og heilsumelurinn.

Nýjasta nýtt frá NOW er sykurlaus sykur. Halló, getur það hljómað betur? Þú fangaðir forvitni mína, nú hefurðu óskipta athyglina. Auðvitað fékk þessi nýjung að fljóta með í gleðina sem gerði kúltíverað samkvæmi í munninum að trufluðu reifpartýi í flugskýli í Nauthólsvík.

PhotoGrid_1395043047480

Súkkulaði appelsínu mússa

100g kotasæla
60g hreint skyr/kvark/grísk jógúrt (1%)
2 msk möndlumjólk
1 msk NOW sugarless sugar (Lifandi markaður, Nettó, Fjarðarkaup)
1 msk ósætað Hershey’s kakó (Kostur)
rifinn appelsínubörkur + smá kreist appelsína

IMG_6945

Aðferð:

1. Gumsa öllu saman í skál.  Rífa appelsínubörk á rifjárni og kreista smá appelsínu útí.

2. Hræra með töfrasprota þar til klumpurnar úr kotó eru orðnar eins og flauelsmjúkur barnsrass.

3. Best ef kælt í nokkra klukkutíma…. en græðgismelir og matargöt graðga þessu í sig med det samme. Toppað með horaðri súkkósósu og smá skrölluðum berki til skreytingar.

PhotoGrid_1395043227991

One thought on “Súkkulaðiappelsínumússa

  1. Pingback: Utan þjónustusvæðis | ragganagli

Comments are closed