Horaður grjónó

Hvað er meira nostalgískt en heitur grjónó með kanil? Naglinn fær sæluhroll niður hryggjarsúluna við tilhugsunina um setur í eldhúsinu hjá ömmu í Breiðholtinu, með ómþýða rödd Gerðar B. Bjarklind streymandi úr viðtækinu. Dánarfregnir og jarðarfarir. Austurland að Glettingi. Útvarp Reykjavík. Klukkan er sex. Fréttir.

Naglinn útbjó horaða versjón af þessum rótgróna unaði og útkoman sendi litla heila afturábak í tíma um 30 ár.

PhotoGrid_1395403416526

Horaður grjónó Naglans

2 skammtar

100g grautargrjón (Naglinn notaði Pama grødris, River rice blífar fínt líka)
40g rúsínur
2 dl vatn
4 dl möndlumjólk
3 dl undanrenna
NOW french vanilla dropar

PhotoGrid_1395403398365

Aðferð:

1. Sjóða grjónin uppúr vatni.
2. Þegar grjónin hafa svolgrað í sig allan vökvann er mjólkinni bætt útí.

3. Láta malla í allavega klukkutíma svo grjónin sjúgi í sig mjólkina og verði mjúk undir tönn.

4. Bera fram með horuðum kanil”sykri”

PhotoGrid_1395403358472

 

Horaður kanil”sykur”
NOW erythritol og Ceylon kanil hrært saman og sáldrað yfir.

Fróðleiksmoli

Kanill er víst ekki það sama og kanill. Til eru tvær týpur af þessu dásamlega kryddi, annarsvegar Ceylon kanill sem kemur frá Sri Lanka og er “alvöru kanill”, og hinsvegar Cassia kanill sem er ræktaður í Kína, Indónesíu og Víetnam og er algengari billegri týpa. Cassia er dekkri og með rammara bragð, á meðan Ceylon er ljósari með sætara og mildara bragð. Í Cassia kanil er meira magn af efninu kúmarín sem er talið hættulegt í miklu magni. Evrópusambandið gaf nýlega út reglugerð sem setur takmörk á magn kanils í sætabrauði og Danir og Svíar urðu fjúkandi vondir yfir að nú ætti að drepa “kanelsnegl” og “kanelbullar”. Svíar fengu víst undanþágu en ekki Danir sem fór afar illa í mannskapinn.

Naglinn keypti Ceylon kanil á http://www.iherb.com og verður að játa að kanill er víst ekki sama og kanill, því hann er margfalt gómsætari á bragðið en ódýri Nettó staukurinn.

IMG_7019