Búðingablæti

Naglinn er með allskonar blæti, vöðvablæti, bragðdropablæti, grautarblæti og búðingablæti. Hið síðastnefnda stafar eflaust af ólympísku Royal búðingsáti á æskuheimilinu í Fossvoginum því einhver nostalgíufiðringur laumast niður hryggjarsúluna þegar hnausþykkur massinn gumsast úr skeiðinni upp í galopið ginið. Allt sem er þykkt, þykkt og mikið, mikið gleður óendanlegt magamál og matarlyst Naglans.

Áður hefur verið rætt um prótínbúðing og eggjahvítuflöff og hvoru tveggja nær daglegir gestir í kviðarholinu. En nú ber nýrra við eftir að nýr fjölskyldumeðlimur bættist í litla kotið – Kitchen Aid hrærivél vermir nú eldhúsborðið og vinnur eins og þjarkur fyrir húsaskjólinu.

Kitchen-Aid-10

Nýjasta viðbótin í búðingablætið er prótínflöff, eiginlega of mikill ööööönaður því þátíðarátskvíðinn gerir vart við sig löngu áður en áti lýkur. Sú tilhugsun um að þessi hrossaskammtur verði einhvern tíma búinn úr skálinni gerir mann sorgmæddan en ljósi puntkurinn er að maður fær svona gúmmulaðe á morgun og hinn og hinn og hinn… fresh fresh!

Prótínflöff-1

Súkkulaðiprótínflöff
1 skammtur
Innihald

1 skófla casein eða mysuprótín/prótínblanda. Naglinn notar Scitec Chocolate Mocha eða Trutein (casein) en bragð og tegund fer auðvitað eftir smag og behag hvers og eins

Bragðdropar (valfrjálst) – t.d Stevia súkkulaði eða karamellu (fást í Nóatúni/Krónunni/Blómaval) 
2-3 dl mulinn klaki
 *- mikilvægt að mylja mélinu smærra. Annars færðu klakabrot í smettið undir hrærun… been there.
50 ml af einhverskonar mjólk: fjörmjólk/möndlumjólk/rísmjólk/haframjólk.  Naglinn notar laktósafrí minimælk
1/4 tsk xanthan gum (
fæst í Kosti: úr Bob’s Red Mill línunni)

Valfrjáls toppings: hnetur, kókos, hnetusmjör, möndlur, kakónibs

* margir nota frosin ber í þessa kombinasjón. Ef þú notar 100% whey er betra að nota frosin ber. Casein og prótínblöndur hrærast vel þó notaður sé klaki eingöngu.

1. Allt sett saman í skál og þeytt á meðalhraða þar til blandað í þykkan massa.
2.Auka þá hraðann upp í hæsta styrk og þeyta, þeyta, þeyta eins og ljónið í 4-5 mínútur.

Prótínflöff-KitchenAid

Því lengur sem þú þeytir því meira flöffí verður gleðin. Þegar allur klakinn er blandaður inn í flöffið er gúrmetið klárt

Prótínflöff í skál

Toppa með einhverri dásemd sem kitlar pinnann þinn. Með þessu þykkildi gúllar Naglinn hnetusmjör eða kókossmjör á kantinum.

Prótínflöff-3

One thought on “Búðingablæti

  1. Pingback: Utan þjónustusvæðis | ragganagli

Comments are closed